Þrjár ISIS-konur ákærðar í Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2022 14:40 Fjölmargar ISIS-konur hefur verið haldið í Roj-búðunum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar þrjár voru fluttar til Danmerkur í október í fyrra og voru strax handteknar. EPA/AHMED MARDNLI Yfirvöld í Danmörku hafa ákært þrjár konur fyrir að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Konurnar fóru til Sýrlands á árum áður og giftust þar vígamönnum hryðjuverkasamtakanna. Eftir fall Kalífadæmisins voru konurnar og fjórtán börn þeirra í Roj-búðum í norðausturhluta Sýrlands. Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga. Danmörk Sýrland Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Konurnar og börnin fjórtán voru flutt til Danmerkur í október í fyrra og hafa konurnar verið i haldi síðan þá. Þær eru 33, 35 og 38 ára gamlar, samkvæmt frétt DR. Samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknunum sem gefin var út í dag segir að konurnar hafi meðal annars verið ákærðar fyrir að ganga til liðs við hryðjuverkasamtök og fyrir að styðja og ýta undir hryðjuverkastarfsemi. „Það er auðvitað alvarlegt þegar fólk frá Danmörku ferðast erlendis og gengur til liðs við hryðjuverkasamtök eins og Íslamska ríkið á átakasvæði,“ sagði Lisa-Lotte Nilas, saksóknari, í áðurnefndri tilkynningu. Búist er við því að ein kvennanna, sú sem er 35 ára gömul, ætli að játa sekt sína. Sú sem er 38 ára gömul er með tvöfaldan ríkisborgararétt og ætla saksóknarar að fara fram á að hún verði svipt dönskum ríkisborgaréttir og rekin úr landi. Í yfirlýsingunni segir ekki hvað gera eigi við börn hennar. Sjá einnig: Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Hinar tvær konurnar eru ekki með tvöfaldan ríkisborgararétt og er því samkvæmt lögum ekki hægt að svipta þær dönskum ríkisborgararétti. Þær standa frammi fyrir minnst fjögurra ára fangelsisvist. Eftir fall Kalífadæmisins sátu sýrlenskir Kúrdar uppi með tugi þúsunda kvenna og barna sem enn er haldið í búðum í norðausturhluta Sýrlands. Að miklu leyti er um að ræða erlendar konur sem höfðu ferðast til Sýrlands og gengið til liðs við Íslamska ríkið. Var það til viðbótar við erlenda vígamenn ISIS sem Kúrdar sátu uppi með. Kúrdar hafa viljað senda þetta fólk til sinna heima en það hafa ríkisstjórnir heimsins að mestu ekki tekið í mál eða dregið lappirnar í að taka á móti þeim. Það má að miklu leyti rekja til þess að þó að talið sé næsta víst að umræddir aðilar hafi gengið til liðs við Íslamska ríkið, er erfitt að sanna það fyrir dómi vegna skorts á sönnunargögnum. Reynslan sýnir að mjög erfitt er að sakfella menn fyrir voðaverk sem þeir frömdu mögulega í Sýrlandi og Írak og jafnvel er erfitt að sanna að þeir hafi í raun gengið til liðs við hryðjuverkasamtök. Það er í flestum tilfellum ekki ólöglegt að fara til Sýrlands eða Írak. Þá er einnig lítill vilji til að halda þessu fólki í fangelsum þar sem þau gætu lagt stund á það að dreifa boðskap Íslamska ríkisins og jafnvel öfgavætt aðra fanga.
Danmörk Sýrland Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira