„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2022 11:15 Arnar Pétursson er landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik. Skjáskot Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári. Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Liðið hefur fengið fínan undirbúningstíma síðustu daga og lék tvo æfingaleiki um síðustu helgi. Valur Páll Eiríksson íþróttafréttamaður hitti Arnar Pétursson landsliðþjálfara að máli eftir æfingu liðsins í gær. „Þetta er búið að vera töluvert af æfingum og svo fengum við tvo mjög góða leiki við Færeyjar um helgina sem vonandi nýtast okkur mjög vel,“ sagði Arnar. Arnar segir að liðið sé búið að fara yfir alla þætti á æfingum fyrir leikina í dag og segir að ein af áherslubreytingum í varnarleiknum sé að liðið stigi aðeins ofar í 6:0 vörninni. „Það eru töluverðar breytingar á hópnum frá því í seinustu undankeppni. Við höfum verið að slípa inn nýja leikmenn og koma þeim inn í það sem við erum að gera. Við höfum verið að keyra svolítið markvissara seinni bylgjuna og bæta við þar líka. Sóknarlega erum við að koma inn einu og einu nýju kerfi.“ Íslenska liðið rennir blint í sjóinn að sumu leyti hvað varðar Ísraelska liðið sem það mætir um helgina og viðurkennir Arnar að það sé óþægilegt fyrir þjálfara. „Það er alveg óþolandi að vita ekki alveg hvað við erum að fara út í. Þannig er þetta bara í þessu tilfelli. Það eru að koma inn tveir nýir leikmenn sem eru í lykilhlutverki hjá þeim, miðjumanneskja og línumanneskja, úkraínskir leikmenn sem eru komnir með passa.“ „Það er nýr þjálfari sem tók við fyrir mánuði síðan. Við teljum okkur kannski vita hver grunnurinn er en við þurfum að spila smá skák í upphafi leiks á morgun, sjá hvað þær eru að gera og reyna að svara því.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Fyrri leikur Íslands og Ísrael hefst í dag klukkan 15:00 og fer eins og áður segir fram á Ásvöllum. Klippa: Viðtal við Arnar Pétursson
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita