Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2022 11:06 Héraðssaksóknari sótti málið. Einn dómaranna við Landsrétt taldi að ákæran gegn manninum hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins, þar á meðal framburð brotaþolans. Vísir/Vilhelm Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í fyrra karlmann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað í september árið 2018. Maðurinn var ákærður á grundvelli ákvæðis almennra hegningarlaga sem fjallar um nauðgun þar sem gerandi notfærir sér að þolandi geti ekki spornað við verknaði sökum ástands síns. Í málinu var maðurinn talinn hafi nýtt sér svefndrunga og ölvun konunnar. Tveir af þremur dómurum við Landsrétt staðfestu sakfellingu mannsins en styttu fangelsisdóminn í tvö ár vegna dráttar á meðferð málsins, bæði frá útgáfu ákæru fram að meðferð þess fyrir héraðsdómi og eftir að því var áfrýjað. Sá þriðji, Eiríkur Jónsson, skilaði sératkvæði og vildi vísa málinu frá dómi vegna annmarka á ákæru. Vísaði hann til þess að framburður konunnar styddi ekki að hún hefði ekki getað spornað við kynferðismökum sökum svefndrunga og ölvunar. Hún hafi borið fyrir héraðsdómi að hún myndi ekki eftir þreytu eftir að hún vaknaði og að henni hefði fundist hún allsgáð. Kynferðismökin sem lýst væri í ákæru hefðu átt sér stað eftir að hún hefði vaknað. Ekki ákært á grundvelli rétts ákvæðis hengingarlaga Framburður konunnar lýsti í reynd kynferðismökum án samþykkis, sem fjallað er um í öðru ákvæði hegningarlaga, frekar en að maðurinn hefði notfært sér ástand hennar. Konan hafi lýst því fyrir dómi að hún hefði verið allsgáð en fengið sjokk, frosið og orðið máttlaus vegna gjörða mannsins. Hafi hún vísað til aflsmunar á þeim og hræðslu við manninn. Í ljósi þessa taldi Eiríkur að ákæran væri í ósamræmi við gögn sem lágu fyrir þegar hún var gefin út. Annmarkinn væri slíkur að rétt væri að vísa málinu frá héraðsdómi. Hvað efnisatriði málsins varðaði taldi Eiríku sannað að maðurinn hefði gerst sekur um nauðgun. Ekki væri hins vegar hægt að sakfella hann þar sem ekki hafi verið ákært fyrir kynferðismök án samþykkis. Ósannað væri að maðurinn hefði notfært sér svefndrunga og ölvun konunnar. Því væri óhjákvæmilegt að sýkna manninn af ákærunni eins og hún var lögð fram. Maðurinn þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 2,3 milljónir króna. Í héraði var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða konunnni 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira