Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 12:19 Jóhannes Stefánsson segir niðurstöðu könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að breyta leigubílakerfinu. Icelandair Group Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira