Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. nóvember 2022 16:00 Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð. Carsten Koall/Getty Images Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024. Þýskaland Kannabis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Allir fullorðnir geta keypt kannabis og átt kannabisplöntur Ríkisstjórnin kynnti áform sín í síðustu viku. Kannabis verður selt í sérstökum verslunum og lyfjaverslunum. Allir yfir 18 ára aldri geta keypt og átt allt að 30g af kannabis og hverju heimili verður heimilt að eiga allt að 3 kannabisplöntur. Bannað verður að auglýsa kannabis og stjórnvöld hafa í hyggju að efna til herferða þar sem varað verður við notkun kannabis, ekkert ósvipað og stjórnvöld víða um heim gera í tengslum við önnur lögleg fíkniefni, svo sem tóbak og áfengi. Telja að ríkissjóður geti grætt allt að 5 milljarða evra árlega Stjórnvöld áætla að lögleiðing kannabis muni útrýma stærstum hluta hins ólöglega sölumarkaðar kannabis og þar með draga stórlega úr glæpum, en talið er að glæpamenn og -gengi hagnist um milljarða evra á ári hverju í gegnum ólöglega sölu á kannabis. Áætlað er að lögleiðing kannabis komi til með að skapa um 27.000 ný störf og skila aukalega um 4,7 milljörðum evra á ári í ríkissjóð í formi sparnaðar og tekna, því virðisaukaskattur verður vitanlega lagður á kannabis, rétt eins og aðra vöru og þar að auki verður sérstakur kannabisskattur lagður á efnið. Þegar áform ríkisstjórnarinnar voru kynnt í síðustu viku, sagði Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, að markmiðið væri að gera lögin að frjálslyndustu kannabislöggjöf Evrópu, en á sama tíma væri stefnt að því að gera regluverkið í kringum verslun með kannabis mjög strangt. Þýska löggjöfin hefði alla burði til þess að verða fordæmi fyrir önnur ríki álfunnar. Hampgangan í Berlín 2022. Árleg kröfuganga þar sem þess er krafist að neysla kannabis verði heimiluð.Carsten Koall/Getty Images Neysla er útbreidd en lagabreytingin er umdeild Kannanir sýna að 4 milljónir Þjóðverja neyttu kannabis í fyrra, og 4. hver Þjóðverji á aldrinum 18 til 24 ára hefur notað kannabis. Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að þetta sýni svart á hvítu að bann og glæpavæðing síðustu ára og áratuga hafi ekki skilað nokkrum árangri. Áform ríkisstjórnarinnar eru vitaskuld umdeild. Til að mynda hefur stjórn íhaldsmanna í Bæjaralandi fordæmt fyrirhugaða lagasetningu harðlega og segir hana senda hættuleg skilaboð, ekki bara til Þjóðverja heldur allra Evrópubúa. Hætt verði við að í kjölfarið muni „eiturlyfjaferðamennska“ til Þýskalands aukast stórlega. Frumvarpið verður líklega lagt fram í byrjun næsta árs Verði frumvarpið að lögum skipar landið sér í hóp með Kanada, Úrúgvæ, Möltu og 18 ríkjum Bandaríkjanna sem hafa að fullu gefið neyslu kannabis í afþreyingarskyni frjálsa. Neysla og kaup á kannabis eru víða leyfð með alls kyns takmörkunum, þar á meðal í Hollandi, Portúgal, Sviss, á Spáni, Ítalíu og víðar. Frumvarpsdrögin hafa nú verið send til kynningar til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að ganga úr skugga um að þau gangi ekki gegn milliríkjasamningum og -samþykktum ESB. Hljóti þau blessun ESB verður frumvarpið lagt fram á þýska þinginu í byrjun næsta árs og verður þá væntanlega að lögum í ársbyrjun 2024.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira