Fótbolti

Barcelona á toppinn eftir sigur í kveðju­leik Piqu­e

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gerard Pique lék sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld.
Gerard Pique lék sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld. Silvestre SzpyIma/Getty Images

Gerard Pique var í byrjunarliði Barcelona í síðasta skipti þegar Börsungar unnu 2-0 sigur á Almería. Þetta var hans síðasti leikur í treyju Barcelona. Með sigrinum fór Barcelona upp fyrir Spánarmeistara Real Madríd og trónir nú á toppi deildarinnar.

Pique greindi frá því nýverið að hann ætlaði sér að leggja skóna á hilluna. Fréttirnar komu á óvart þar sem hann var samningsbundinn félaginu og tímabilið í miðjum gangi. Xavi, þjálfari Barcelona, ákvað þó að byrja Pique er Almería mætti á Spotify Nývang í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en Robert Lewandowski brenndi af vítaspyrnu á sjöundi mínútu. Í þeim síðari brutu heimamenn ísinn, Ousmane Dembélé skoraði á 48. mínútu og Frenkie de Jong tvöfaldaði forystuna á 62. mínútu.

Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur. Sigurinn lyftir Barcelona upp í toppsæti La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar. Börsungar eru með 34 stig eftir 13 leiki en Real – sem á leik til góða – er í 2. sæti með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×