Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 08:14 Mikill viðbúnaður var þegar lögregla handtók fimmtán hælisleitendur og flutti úr landi til Grikklands í síðustu viku. Aðsend Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31