Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 10:53 Finnur Ricart Andrason er ungmennafulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Aðsend Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira
30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Sjá meira