Þremur forsetum trillað út á lokametrum kosningabaráttunnar Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 11:59 Barack Obama og Joe Biden voru kampakátir á sviði í Fíladelfíu í gær jafnvel þó að flest bendi til þess að flokkur þeirra missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi. AP/Patrick Semansky Þrír forsetar Bandaríkjanna tóku þátt í framboðsfundum á lokametrum kosningabaráttunar í lykilríkinu Pennsylvaníu í gær. Kosið verður til Bandaríkjaþings og fjölda ríkisembætta á þriðjudag. Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar. Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að kosninganótt verði spennandi. Þó að útlit sér fyrir að repúblikanar endurheimti meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er afar tvísýnt um úrslitin í öldungadeildinni. Úrslitin í kosningunni um annað öldungadeildarsæti Pennsylvaníu gæti hæglega ráðið því hver fer með völdin þar, að minnsta kosti næstu tvö árin. Flokkarnir tveir tjölduðu því öllu til í gær. Joe Biden forseti og Barack Obama, fyrrverandi forseti, voru báðir mættir til Pennsylvaníu til að styðja framboð demókratans Johns Fettermans og ríkisstjóraefnisins Joshs Shapiro. Í smábænum Latrobe talaði Donald Trump máli repúblikana og varaði við því að glæpir og innflytjendur fengju að vaða uppi stjórnlaust yrðu demókratar áfram við völd í Washington-borg. „Ef þið viljið öryggi fyrir fjölskylduna ykkar verðið þið að kjósa hvern einasta demókrata úr embætti,“ sagði Trump sem lýsti Bandaríkjunum sem hnignandi landi. Trump ræddi við stuðningsmenn repúblikana í smábænum Latrobe í Pennsylvaníu.AP/Jacqueline Larma Mjótt er á munum á milli Fetterman og Mehmet Oz, sjónvarpslæknisins sem repúblikanar tefla fram. Framboð Fetterman hefur átt í erfiðleikum eftir að hann fékk heilablóðfall fyrr á þessu ári sem hafði þær afleiðingar að hann á erfitt með að meðtaka mælt mál. Oz hefur á meðan sætt linnulausri gagnrýni framboðs Fettermans fyrir að vera ekki raunverulega frá Pennsylvaníu heldur New Jersey. Biden vann Pennsylvaníu með innan við tveggja prósentustiga mun í forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Í ræðu sinni í Fíladelfíu í gær varaði forsetinn við því að ef repúblikanar næðu meirihluta í báðum deildum þingsins yrði réttur kvenna til þungunarrofs takmarkaður enn frekar og opinber heilbrigðisþjónusta skorin niður, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Meirihluti frambjóðenda repúblikana til Bandaríkjaþings afneitar úrslitum forsetakosninganna árið 2020 á grundvelli lyga Trump um að stórfelld svik hafi átt sér stað. Obama brýndi fyrir stuðningsmönnum demókrata að sannleikurinn, staðreyndir og almenn velsæmd væru á kjörseðlinum í ár. „Lýðræðið sjálft er á kjörseðlinum, það er mikið undir,“ sagði fyrrverandi forsetinn. Trump notaði tækifærið í Pennsylvaníu í gær til að endurtaka stoðlausar ásakanir sínar um kosningasvindl árið 2020 og ýja að því að brögð yrðu í tafli í kosningunum á þriðjudag, að sögn AP-fréttastofunnar.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Barack Obama Tengdar fréttir Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06 Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Útlitið dökknar fyrir demókrata á lokasprettinum Merkjanleg sveifla í átt að Repúblikanaflokknum er í skoðanakönnunum fyrir þingkosningar í Bandaríkjunum sem fara fram eftir tvær vikur. Demókratar óttast nú að tapa yfirráðum í báðum deildum þingsins. 26. október 2022 14:06
Hafa áhyggjur af lýðræðinu en setja það ekki í forgang Mikill meirihluti bandarískra kjósenda segir lýðræðinu vera ógnað þar í landi. Það að verja lýðræðið er þó ekki í forgangi hjá þeim og hafa kjósendur meiri áhyggjur af efnahagsmálum vestanhafs. 19. október 2022 22:32