Innlent

Þórdís Kolbrún kjörin varaformaður með góðum meirihluta

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðinginn.
Þórdís Kolbrún var þakklát fyrir stuðinginn. vísir/vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 88,8 prósent atkvæða. Hún var ein í framboði til varaformanns.

Alls voru greidd 1429 at­kvæði, þar af voru gild at­kvæði 1379. Auðir seðlar voru 50. Þórdís Kolbrún hlaut 1224 atkvæði eða 88,8 prósent.

„Ef þið lítið aðeins í kringum ykkur og sjáið fjöldann hér inni og ef við hugsum til baka um hvernig síðustu sólarhringar hafa verið, hugsum um það hve mikið líf, kraftur, metnaður og kappsemi er í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Þórdís Kolbrún eftir að úrslitin voru tilkynnt.

„Það er eingöngu undir okkur komið hvernig við sem Sjálfstæðismenn bregðumst við og tökum höndum saman þegar lýðræðisleg barátta hefur verið háð á landsfundi. Það er mikilvægt fyrir okkur að muna að Sjálfstæðisflokkurinn er til að gera gagn fyrir Ísland, þess vegna skiptir máli að gera flokkinn eins sterkan og mögulegt er, saman,“ sagði hún og uppskar mikinn fögnuð í salnum. 

Guðrún Haf­steins­dótt­ir hlaut þá 52 at­kvæði og Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir hlaut 24 at­kvæði, þrátt fyrir að vera ekki í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×