Grindhoraðir nautgripir sem fái hvorki vott né þurrt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 19:14 Íbúi í Borgarbyggð segir nautgripina grindhoraða; dýrin fái hvorki vott né þurrt. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segist ekkert botna í verkferlum Matvælastofnunar. Hross og nautgripir fái hvorki vott né þurrt, þrátt fyrir að dýrin eigi að vera undir eftirliti MAST. Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði