Bóluefni gegn kommúnisma og enga framsóknarmenn takk Bjarki Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2022 14:31 Bóluefni gegn kommúnisma var til sölu á landsfundarhófinu á laugardagskvöld. Tuttugu skilti með textanum „Enga Framsóknarmenn“ voru gerð og seldust þau öll. Skjáskot Hlaupskot merkt sem bóluefni gegn kommúnisma og skilti þar sem framsóknarmenn eru beðnir um að yfirgefa svæðið voru meðal þess sem selt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll um helgina. Uppboð ungra sjálfstæðismanna á fundinum sló rækilega í gegn. Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Á landsfundarhófi Sjálfstæðisflokksins á laugardagskvöld var boðið upp á hlaupskot í stórum sprautum. Skotin voru merkt sem bóluefni gegn Communism-22. Þá stóð að algengar aukaverkanir væru timburmenn og kapítalískur þankagangur og í sumum tilvikum væri örvunarskammtur nauðsynlegur. „Einkenni Communism-22 eru meðal annars forræðishyggja, aukin skoðanatjáning á samfélagsmiðlinum Twitter og ítrekaðar tilraunir til að hafa vit fyrir öðru fólki,“ stóð einnig á sprautunni. Skotin voru gífurlega vinsæl um kvöldið, sem og allur varningur sem seldur var á fundinum. Samband ungra sjálfstæðismanna, SUS, var með sölubás þar sem flest allt sló í gegn. Sölubás Sambands ungra sjálfstæðismanna sló í gegn. „Við vorum að vinna með það að fólk gæti keypt allt í jólapakkann. Við vorum með sjálfstæðismerktan gjafapappír og alls konar í pakkann. Pelar, bækur, boli og ýmiskonar varning. Skilti sem stóð á engir framsóknarmenn seldist upp,“ segir Lísbet Sigurðardóttir, formaður SUS, í samtali við fréttastofu. Sambandið stóð einnig fyrir uppboði á hátíðarkvöldverði flokksins sem fram fór fyrir hófið. Sambandið hafði síðustu vikur sankað að sér hlutum frá ráðherrum flokksins. Lísbet Sigurðardóttir.Aðsend „Það var allt vinsælt. Það seldist allt. Þetta heppnaðist mjög vel og það var mjög vel tekið í þetta,“ segir Lísbet. Meðal þess sem var til sölu voru sokkar Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, hækjur Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og skriðsundsnámskeið með Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að fólk fái það sem það borgaði fyrir. Þórdís Kolbrún er auðvitað gömul sundkempa þannig hún ætti að geta kennt mönnum eitt og annað í skriðsundi,“ segir Lísbet. „Ágóðinn var á aðra milljón. Þetta fer í að efla starfið. Svo við getum boðið upp á viðburði og haldið vel utan um allt fólkið í SUS.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Grín og gaman Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira