Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Sindri Sverrisson skrifar 7. nóvember 2022 15:52 Kjartan Henry Finnbogason var aðeins í byrjunarliði KR í sjö leikjum í Bestu deildinni í ár. Hann baðst undan því að mæta til æfinga á lokametrum leiktíðarinnar eftir að KR ákvað að nýta klásúlu til þess að segja upp samningi við hann. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður. Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Í bréfinu eru vinnubrögð stjórnar knattspyrnudeildarinnar, í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans, hörmuð. Mikið hefur verið rætt og ritað um stöðu Kjartans hjá KR eftir að í ljós kom að stjórn KR hefði nýtt klásúlu til að segja upp samningi hans við félagið, einu ári fyrir lok samningstímans. Þessi 36 ára gamli fyrrverandi landsliðframherji, sem er uppalinn hjá KR, sendi í kjölfarið stjórninni tóninn meðal annars með færslu sem hann birti á Twitter. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í viðtali við Stöð 2 Sport að til hefði staðið að semja að nýju við Kjartan á breyttum forsendum. Hann sagði jafnframt að Kjartan hefði „ekki hagað sér almennilega í nokkur skipti og gagnrýnt liðsfélaga, þjálfara og stjórn á opinberum vettvangi,“ og að slíkt kynni Rúnar ekki að meta. Segir Kjartan aldrei hafa gert sig sekan um agabrot Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeild KR í dag segir að stjórnin vilji árétta að Kjartan Henry hafi „aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi.“ Kjartan, sem er 36 ára gamall, sneri aftur heim til KR fyrir tímabilið 2021 eftir að hafa verið í atvinnumennsku. Hann hóf meistaraflokksferilinn með KR tímabilið 2003 en gekk í raðir skoska félagsins Celtic í lok árs 2004, þá átján ára gamall. Sem atvinnumaður lék hann í Skotlandi, Svíþjóð, Danmörku og Ungverjalandi, auk þess að spila þrettán A-landsleiki og skora í þeim þrjú mörk. Þá lék hann með KR árin 2010-2014 og varð tvívegis Íslandsmeistari og þrívegis bikarmeistari. Yfirlýsinguna frá stjórn knattspyrnudeildar KR má lesa í heild sinni hér að neðan. Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Frá knattspyrnudeild KR Að undanförnu hafa samningsmál Kjartans Henry Finnbogasonar, leikmanns meistaraflokks karla í knattspyrnu og félagsins verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Stjórn knattspyrnudeildar KR harmar þau vinnubrögð sem viðhöfð voru í tengslum við uppsögn á samningi Kjartans. Stjórn knattspyrnudeildar KR vill enn fremur árétta að Kjartan Henry hefur aldrei nokkurn tímann gerst brotlegur við reglur félagsins eða viðhaft einhvers konar háttsemi sem felur í sér agabrot af einhverju tagi. Kjartan er borinn og barnfæddur KR-ingur sem lék upp alla yngri flokka félagsins. Kjartan hefur gegnt lykilhlutverki í meistaraflokki félagsins á að baki 242 mótsleiki með KR og skorað í þeim 110 mörk. Þá hefur Kjartan unnið 6 titla og er markahæsti leikmaður félagsins í Evrópu frá upphafi. Við KR-ingar þökkum Kjartani kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum velfarnaðar. f.h. stjórnar Páll Kristjánsson, formaður.
Besta deild karla KR Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn