Þetta staðfesti lögmaður mannsins við RÚV.
Átök virðast hafa brotist út á milli mannanna aðfaranótt 3. október, sem lauk með því að annar þeirra lést. Meintur banamaður sagði við lögreglu að hinn látni hefði veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Í átökunum hefði hinn látni einnig hlotið stungusár, meðal annars tvö sár á vinstri síðu.
Í læknisvottorði sagði að „skarpan kraft“ hefði þurft til að veita manninum umrædda áverka og beindist rannsókn lögreglu meðal annars að því hvort meintur banamaður hefði veitt hinum látna þá í sjálfsvörð eða ekki.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í fjórar vikur, meðal annars vegan endurtekinna og alvarlegra brota. Honum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn en hafði síðan þá komið sex sinnum við sögu lögreglu, meðal annars vegna fíkniefnabrota, frelsissviptingu og líkamsárásar.
Kona sem var í íbúðinni studdi þann framburð mannsins að hinn látni hefði byrjað átökin en í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kom fram að rannsóknargögn bentu til þess að meintur banamaður hefði á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndinni og stjórn á hnífnum sem var beitt.