Ingunn kemur til Empower frá Capacent þar sem hún starfaði sem stjórendaráðgjafi. Þar á undan var hún viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg. Hún er með M.S.-gráðu í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi og B.A.-gráðu í stjórnmálafræði með kynfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands.
Snæfríður kemur frá Pay Analytics þar sem hún sinnti stöðu sérfræðings í markaðsteymi félagsins. Þar áður starfaði hún sem viðskiptastjóri hjá auglýsingastofunni Tvist. Hún er með B.S.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sinnti formennsku í félagi Ungra athafnakvenna á árunum 2019 til 2020.
„Stefnt er að því að setja hugbúnaðarlausn okkar Empower Now á alþjóðamarkað haustið 2023, en við finnum fyrir miklum áhuga á hugbúnaðinum. Eins er mikil alþjóðleg eftirspurn eftir lausnum er varða jafnrétti og fjölbreytni (DEI) og ætlum við okkur að vera leiðandi á þessu sviði,“ er haft eftir Þóreyju Vilhjálmsdóttur Proppé, framkvæmdastjóra og meðeiganda Empower, í tilkynningu.