Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 13:04 Frá aðgerðum lögreglunnar þegar Hussein var fluttur á brott. Aðsend Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Tveimur dögum eftir að umdeild fjöldabrottvísun var framkvæmd á miðvikudag í síðustu viku sagði héraðsdómari að fyrirhuguð milliliðalaus skýrslugjöf írakska hælisleitandans Hussein Hussein væri nú í uppnámi. Myndskeið af framkvæmd fjöldabrottvísunar hefur vakið hörð viðbrögð í samfélaginu en þar mátti meðal annars sjá lögreglu lyfta Hussein úr hjólastól og inn í bifreið þaðan sem hann var fluttur með leiguflugi til Grikklands. Taka átti mál hans fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur þann 18. nóvember næstkomandi en skýrslutakan er nú í uppnámi sökum þessa. Dómarinn í málinu beindi því til ríkislögmanns að kanna hvort vilji væri til þess hjá íslenska ríkinu að gera ráðstafanir til að koma Hussein aftur til Íslands til þess að hann geti gefið milliliðalausa skýrslu fyrir dómi. Fjöldabrottvísun sem framkvæmd var í síðustu viku hefur verið harðlega gagnrýnd.Vísir/Bjarni Claudia Ashanie Wilson, lögmaður Husseins, segir að margt hafi þegar farið úrskeiðis í máli hans og að mikilvægt sé að hann fái að gefa skýrslu milliliðalaust. Það væri liður í að tryggja að Hussein hlyti réttláta málsmeðferð. Afar sérstakar aðstæður væru nú komnar upp í málinu. Claudia heyrði síðast í fjölskyldu Husseins í morgun en hún hefur áhyggjur af andlegri líðan hans. Eftir komuna til Grikklands hafi Hussein dregið sig í hlé og neitað að borða í allavega fjóra daga. Fjölskyldan hefur leitað eftir læknisaðstoð síðustu daga og verið vísað frá að minnsta kosti tveimur sjúkrahúsum á Grikklandi. Dómþing hefst klukkan hálf fjögur í dag og þá kemur í ljós hvort íslenska ríkið ætli að verða við beiðni dómara um að tryggja að Hussein geti gefið skýrslu milliliðalaust í Héraðsdómi Reykjavíkur. Uppfært klukkan 18.42: Dómar í málinu mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við það.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47 Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35
Þjarmaði að félagsmálaráðherra vegna fjöldabrottvísunar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, þjarmaði að Guðmundi Inga Guðbrandssyni félagsmálaráðherra, vegna fjöldabrottvísunar sem átti sér stað í síðustu viku og hefur verið harðlega gagnrýnd. 7. nóvember 2022 16:47
Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 6. nóvember 2022 16:20