Skoraði eftir langa glímu við andlega erfiðleika Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 17:00 Josip Ilicic sýndi gamla og góða takta og fagnaði marki í fyrsta leiknum eftir endurkomuna heim til Maribor. @nkmaribor Slóvenski landsliðsframherjinn Josip Ilicic reimaði á sig takkaskóna á mánudagskvöld og skoraði í fyrsta leik sínum síðan í maí, eftir að hafa átt við andlega erfiðleika að stríða. Ilicic, sem er 34 ára, er kunnur markahrókur úr ítölsku A-deildinni en þar raðaði hann minn mörkum fyrir Palermo, Fiorentina og síðast Atalanta. Andlegir erfiðleikar héldu honum hins vegar frá keppni á síðustu misserunum í Atalanta. Fyrrverandi liðsfélagi Ilicic, Papu Gomez, sagði árið 2020 að Ilicic hefði glímt við þunglyndi eftir að hafa greinst með Covid-19. Í janúar á þessu ári sagði Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta: „Við höfum þekkt hann í mörg ár og átt margar gleðilegar stundir saman. Ég get sagt að hann er mjög venjulegur, jákvæður maður en hugarheimur okkar er eins og frumskógur. Það er erfitt fyrir sálfræðinga að greina hvað er í gangi, hvað þá fyrir okkur.“ Ilicic lék aðeins tvo deildarleiki fyrir Atalanta á árinu 2022 og í september komst hann að samkomulagi við félagið um að rifta samningi, sneri heim til Slóveníu og gekk í raðir Maribor á nýjan leik. Ilicic kom svo inn á í sínum fyrsta leik í tólf ár fyrir Maribor þegar liðið vann Mura í fyrrakvöld, og skoraði lokamarkið í 5-1 sigri úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Josip Ili i var syv måneder gammel, da han mistede sin far. Tabet af Davide Astori i 18 ramte ham hårdt. I 20 boede Ili i i Bergamo, da coronaen ramte byen på tragisk vis, og siden har han kæmpet med svære mentale problemer. I går vendte han tilbage pic.twitter.com/VWwPw6RInd— Nicklas Degn (@NicklasDegn) November 7, 2022 Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Ilicic, sem er 34 ára, er kunnur markahrókur úr ítölsku A-deildinni en þar raðaði hann minn mörkum fyrir Palermo, Fiorentina og síðast Atalanta. Andlegir erfiðleikar héldu honum hins vegar frá keppni á síðustu misserunum í Atalanta. Fyrrverandi liðsfélagi Ilicic, Papu Gomez, sagði árið 2020 að Ilicic hefði glímt við þunglyndi eftir að hafa greinst með Covid-19. Í janúar á þessu ári sagði Gian Piero Gasperini, stjóri Atalanta: „Við höfum þekkt hann í mörg ár og átt margar gleðilegar stundir saman. Ég get sagt að hann er mjög venjulegur, jákvæður maður en hugarheimur okkar er eins og frumskógur. Það er erfitt fyrir sálfræðinga að greina hvað er í gangi, hvað þá fyrir okkur.“ Ilicic lék aðeins tvo deildarleiki fyrir Atalanta á árinu 2022 og í september komst hann að samkomulagi við félagið um að rifta samningi, sneri heim til Slóveníu og gekk í raðir Maribor á nýjan leik. Ilicic kom svo inn á í sínum fyrsta leik í tólf ár fyrir Maribor þegar liðið vann Mura í fyrrakvöld, og skoraði lokamarkið í 5-1 sigri úr vítaspyrnu sem hann krækti í sjálfur. Josip Ili i var syv måneder gammel, da han mistede sin far. Tabet af Davide Astori i 18 ramte ham hårdt. I 20 boede Ili i i Bergamo, da coronaen ramte byen på tragisk vis, og siden har han kæmpet med svære mentale problemer. I går vendte han tilbage pic.twitter.com/VWwPw6RInd— Nicklas Degn (@NicklasDegn) November 7, 2022
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira