Biden segir tvö hræðileg ár framundan gangi spár eftir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2022 20:59 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er með dökka framtíðarsýn gangi spár eftir fyrir þingkosningarnar þar í landi. AP Photo/Susan Walsh Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki mjög spenntur fyrir næstu tveimur árum gangi spár fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum sem haldnar eru í dag eftir. Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. „Ef við glötum bæði fulltrúadeildinni og öldungadeildinni, þá verða þetta tvö hræðileg ár,“hefur CNN eftir Biden á kosningafundi í Chicago síðastliðinn föstudag. Þessi ummæli lét hann falla í litlum hóp stuðningsmanna Demókrata á viðburði þar sem ekki var leyfilegt að mæta með myndavélar. „Góðu fréttirnar eru þær að ég held á penna með neitunarvaldi,“ sagði Biden og vísaði þar í það vald forseta Bandaríkjanna til að neita að samþykkja lagasetningu frá Bandaríkjaþingi. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni, en einhver spenna gæti þó myndast í kosningunum til öldungadeildarinnar, þar sem mjórra er á munum. Demókratar hafa nú völdin í báðum deildunum. Hafi flokkur forsetans vald yfir hvorugri deild Bandaríkjaþings gerir það starf forsetans mun erfiðara. Yfirráðum á fulltrúadeildinni fylgir mikið vald yfir fjárútlátum ríkisins og sömuleiðis vald yfir nefndum sem hægt er að nota til að rannsaka menn og málefni. Þingmenn öldungadeildarinnar staðfesta flestar af embættistilnefningum forseta Bandaríkjanna og eru dómarar í Hæstarétt þar á meðal. Þetta gerir það að verkum að forsetanum reynist erfiðara að koma sínum áherslumálum áfram, án málamiðlana. Demókratar binda vonir við að einhverjar líkur séu á því að völdin í öldungadeildinni haldist áfram innan þeirra raða. Þingkosningar fara sem fyrr segir fram í dag í Bandaríkjunum, samhliða ríkistjórakosningum í 36 ríkjum og kosninga til fjölmargra embætta víðs vegar um Bandaríkin. Kosið er um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar og 35 af hundrað sætum öldungadeildarinnar.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24 Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Repúblikanar hagnast mjög á breyttum kjördæmum Gengið verður til kosninga í Bandaríkjunum á morgun en kosið verður um sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þriðjung sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóraembætti víða um Bandaríkin, svo eitthvað sé nefnt. Miðað við kannanir vestanhafs er útlit fyrir að Repúblikanar nái stjórn á báðum deildum þingsins. 7. nóvember 2022 16:24
Lögsóknir á báða bóga í aðdraganda þingkosninganna Baráttan um þingmeirihluta á bandaríska þinginu í aðdraganda þingkosninganna þar í landi fer ekki bara fara fram á kosningafundum og í kappræðum. Fulltrúar beggja flokka í Bandaríkjunum hafa að undanförnu tekist harkalega á í dómsölum víða um Bandaríkin í málum sem snerta það hvernig og hvaða atkvæði verða talin. 7. nóvember 2022 22:48