Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Fjölskyldumál Alþingi Félagsmál Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba. Við skiljum öll hversu þung staða fjölskyldna er í kjölfar þess að foreldri barns fellur frá. Flest þekkjum við dæmi þessa og að aðstæður þessara fjölskyldna eru innbyrðis ólíkar. Stundum hefur verið langur aðdragandi að andlátinu en í öðrum tilvikum stuttur eða jafnvel enginn. Í ofanálag við lífsins stærstu sorg þessara barna þá glímir það foreldri sem eftir stendur við flóknar aðstæður og erfiðar og alveg nýjan veruleika. Í ofanálag kemur til tekjumissir heimilis og í einhverjum tilvikum fjárhagsáhyggjur honum samhliða. Það á auðvitað ekki síst við þar sem foreldrar eru ungir að árum. Sorgarleyfi veitir stuðning fyrir barnafjölskyldur Það er af þessari ástæðu að ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis fyrir þær fjölskyldur þar sem börn undir 18 ára aldri hafa misst foreldri. Það skiptir miklu að eftirlifandi foreldri fái þá nauðsynlegt svigrúm til sorgarúrvinnslu og jafnframt svigrúm til að vera til staðar fyrir barn sitt eða börn eftir andlát makans. Hugsunin hér að baki er því ekki síst hagsmunir barnanna sem í hluti eiga. Með frumvarpinu er því lagt til að þeir foreldrar barna yngri en 18 ára að aldri sem missa maka sinn fái heimild til að taka allt að 6 mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Leyfið verði hægt að taka á 24 mánaða tímabili frá andláti makans. Þar eru líka lagðar til útfærslur vegna mismunandi aðstæðna fólks á vinnumarkaði og um styrk í tilviki námsmanna. Áhrif sorgar á fjölskyldur viðurkennd Það skiptir máli að viðurkenna áhrif sorgar á fjölskyldur í kjölfar þess að barn missir foreldri. Stórt skref var stigið þegar Alþingi samþykkti lög um sorgarleyfi fyrir foreldra sem missa barn síðastliðið sumar. Miklu skiptir að styðja eftirlifandi foreldri barna á sama hátt þegar manneskja verður fyrir því að missa maka sinn. Samfélagið á að styðja við þessi börn og foreldra þeirra og getur meðal annars gert það á þennan hátt. Þessi lagabreyting kæmi börnum þessara fjölskyldna til góða og yrði til að auðvelda eftirlifandi foreldri fyrstu skrefin í nýjum veruleika. Sjónarmið Barnasáttmálans eru líka vegvísir í þeim efnum. Sorgarmiðstöðin og Krabbameinsfélag Íslands hafa bent á mikilvægi þess að lög í þessa veruna verði sett. Þetta er sömuleiðis sá hópur syrgjenda sem hefur ekki tök á að því að taka sér launalaust leyfi og hefur í einhverjum tilvikum þegar fullnýtt veikindarétt þegar að andlátinu kemur. Foreldrar í þessari stöðu eru nú alfarið háðir skilningi vinnuveitanda sem og því að vinnuveitandi hafi svigrúm til að veita frí eða sveigjanleika þegar sorgin knýr dyra. Að þessu leyti er þessi löggjöf einnig liður í því að vinnuveitandi geti veitt þetta svigrúm fyrir starfsmann sinn á erfiðum tímum. Þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma Á þennan hátt er fjölskyldum veittur þýðingarmikill stuðningur á viðkvæmum tíma í lífi þeirra sem og fjárhagsstuðningur til að mæta tekjutapi. Lagt er til að miðað verði við að mánaðarleg greiðsla skuli nema 80% af meðaltali heildarlauna en 600 þús. kr. að hámarki á mánuði. Miðað er við að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil. Réttindi foreldra í þessum aðstæðum verði einfaldlega sambærileg réttarstöðu þeirra foreldra sem misst hafa barn. Það er einlæg von mín að Alþingi geti sameinast um þetta frumvarp og veitt fjölskyldum þennan samfélagslega stuðning í kjölfar andláts foreldris. Í því felast falleg og sterk skilaboð um að við ætlum að vera til staðar sem samfélag fyrir þau börn sem missa foreldri sitt. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun