Meiddur Paul Pogba dansar um stofuna sína og vildi sýna heiminum það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2022 15:01 Paul Pogba með HM-bikarinn sem Frakkar verða núna að vinna án hans. Getty/Matthias Hangst Paul Pogba hefur verið meiddur allt þetta tímabil og hann hefur enn ekki spilað með Juventus eftir að ítalska félagið fékk hann frá Manchester United. Fyrir tveimur vikum varð það gefið út að Pogba yrði ekki með franska landsliðinu í titilvörninni á HM í Katar. Hann var því ekki í hópnum sem var tilkynntur í gær. Pogba var í lykilhlutverki þegar Frakkar urðu heimsmeistarar 2018 en hann hefur oft spilað mun betur með franska landsliðinu en félagsliðum sínum. Frakkar ættu því að sakna hans þótt að fá landslið séu með meiri breidd en þeir. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Meiðsli hafa auðvitað sett mikinn svip á feril Pogba síðustu ár og hann missti sem dæmi af mjög mörgum leikjum með Manchester United á síðustu leiktíð. Samningur Paul Pogba við United rann út í sumar og hann gerði í framhaldinu fjögurra ára samning við Juventus. Það byrjaði hins vegar afar illa því Pogba meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu í lok júlí. Hann fór ekki í aðgerð þá en þurfti seinna að leggjast á skurðarborðið. Nú erum við komin inn í nóvember, næstum því fjórumr mánuðum eftir að hann meiddist, en Juve hefur ekki getað notað hann í eina sekúndu. Pogba virðist þó vera klár í slaginn ef marka má samfélagsmiðla hans. Enginn veit svo sem hvaða skilaboð Pogba var að senda með því að birta myndband af sér dansandi um stofuna en myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það er ekki að sjá að þarna sé meiddur maður á ferðinni en hann skrifaði undir: „Fjölskyldutími. Hnéð stóðst prófið.“ HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira
Fyrir tveimur vikum varð það gefið út að Pogba yrði ekki með franska landsliðinu í titilvörninni á HM í Katar. Hann var því ekki í hópnum sem var tilkynntur í gær. Pogba var í lykilhlutverki þegar Frakkar urðu heimsmeistarar 2018 en hann hefur oft spilað mun betur með franska landsliðinu en félagsliðum sínum. Frakkar ættu því að sakna hans þótt að fá landslið séu með meiri breidd en þeir. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Meiðsli hafa auðvitað sett mikinn svip á feril Pogba síðustu ár og hann missti sem dæmi af mjög mörgum leikjum með Manchester United á síðustu leiktíð. Samningur Paul Pogba við United rann út í sumar og hann gerði í framhaldinu fjögurra ára samning við Juventus. Það byrjaði hins vegar afar illa því Pogba meiddist á liðþófa á undirbúningstímabilinu í lok júlí. Hann fór ekki í aðgerð þá en þurfti seinna að leggjast á skurðarborðið. Nú erum við komin inn í nóvember, næstum því fjórumr mánuðum eftir að hann meiddist, en Juve hefur ekki getað notað hann í eina sekúndu. Pogba virðist þó vera klár í slaginn ef marka má samfélagsmiðla hans. Enginn veit svo sem hvaða skilaboð Pogba var að senda með því að birta myndband af sér dansandi um stofuna en myndbandið má sjá hér fyrir ofan. Það er ekki að sjá að þarna sé meiddur maður á ferðinni en hann skrifaði undir: „Fjölskyldutími. Hnéð stóðst prófið.“
HM 2022 í Katar Ítalski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys Sjá meira