Orkumál á krossgötum Hildigunnur H. Thorsteinsson skrifar 10. nóvember 2022 09:30 Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Krísa í orkumálum blasir við þjóðum heims þegar þær koma saman á loftslagsráðstefnunni í Egyptalandi. Á sama tíma og við vinnum okkur úr viðjum heimsfaraldurs og verð á orku rýkur upp vegna stríðsreksturs Rússlands í Úkraínu erum við í óða önn að skipta út meginorkugjafa samfélaga til að berjast gegn loftslagsáhrifum. Allt þetta hefur áhrif og kallar fram brot og veika hlekki í orkuinnviðum okkar og reynir á staðfestu í stefnu og samstöðu þjóða. Í þessu ástandi græða olíufélög heimsins sem aldrei fyrr og slá hvert hagnaðarmetið á fætur öðru og enn á ný er stríðsrekstur fjármagnaður með orkusölu. Á sama tíma eiga almenningur og fyrirtæki um alla Evrópu erfitt með að borga orkureikninga sína. Skorður hafa verið settar á hversu hlýtt megi vera í húsum víða; í Ungverjalandi var haustfríið fært til desember til að spara orku og á sumum svæðum í Evrópu er gert ráð fyrir að ákveðið hlutfall heimila muni hreinlega slökkva á hitanum sínum í lok mánaðar því þau eiga ekki fyrir reikningunum. Ljós í myrkrinu – eða kuldanum Ekki eru öll teikn á lofti neikvæð. Þrátt fyrir að sum lönd hafi brugðist við hækkuðu verði á olíu og gasi með því að fýra upp í kolaorkuverum sínum er gert ráð fyrir að þau áhrif verði tímabundin. Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) gaf á dögunum út árlega skýrslu sína um horfur í orkumálum og í fyrsta sinn gera útreikningar stofnunarinnar ráð fyrir að með núverandi takti og markmiðum einstakra þjóða og bandalaga þá muni notkun heimsins á jarðefnaeldsneyti ná toppi og síðan dragast saman þegar nær dregur 2030. Fjárfestingar í endurnýjanlegum orkugjöfum á heimsvísu eru einnig á hraðri siglingu og vega um 50% meira en fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti. Þetta styður og styrkir áframhaldandi nýsköpun í nýjum orkugjöfum, kolefnishreinsun og förgun og hringrásarhagkerfinu. Við þurfum ekki að líta lengra en til steinrunnis koldíoxíðs hjá Carbfix til að sjá þess merki eða til Danmörku þar sem hitaveituvæðingin hefur fengið aukinn byr í seglin. Sífellt fleiri bæir og bæjarhlutar eru að byggja upp hitaveitur. Einstakt hús hefur takmarkaða möguleika á að skipta um orkugjafa en hitaveitukerfi getur fengið orku frá margskonar hitagjöfum eins og jarðhita, afgangsvarma og sólarorku. Tækifæri til að hraða umbyltingu Í krísum felast nefnilega tækifæri. Tækifæri til að breyta, skipta um stefnu, brúa bil og snúa veikleika í styrk. Þannig er það einnig núna. Nú er tækifæri til hraða taktinn í umbyltingu á orkuframleiðslu og notkun. Stjörnuhá orkuverð hafa snert fjölskyldur um nær alla Evrópu. Almenningur jafnt sem stjórnvöld hafa verið vakin hressilega til vitundar um mikilvægi þess að umbylta ekki bara rafmagnsframleiðslu heldur hitunarkostum til sjálfbærari vega. Samfélög þar sem búið er að byggja upp sjálfbær orkukerfi með nærliggjandi orkugjöfum hafa staðist þessa krísu betur en önnur. Þar hafa orkuinnviðirnir gefið skjól fyrir hækkandi orkuverðsvindum og verð haldist stöðug. Eins á Íslandi þar sem grænir orkugjafar og hitaveituvæðingin hafa skýlt annars berskjaldaðri þjóð í miðju norður Atlantshafinu. Hitaveitur framtíðarinnar Saga hitaveituvæðingarinnar á Íslandi er gömul saga og ný. Við sem ólumst upp með hitaveituvatn í ofnunum okkar lítum oft á hitaveituna sem sjálfsagðan hlut en það er hún svo sannarlega ekki. Framsýni, nýsköpun og framtakssemi ýttu hitaveitunni okkar úr vör og nú njótum við góðs af því. Við höfum oft heyrt þessa sögu en okkur ber skylda til að halda áfram að segja hana. Bæði fyrir nýjar kynslóðir hér á landi en ekki síður fyrir önnur lönd sem hafa enn ekki farið þessa sömu leið en gætu það vel. Orkumál eru á krossgötum. Styðjum við umbreytinguna, aukum taktinn, höldum á lofti sögu hitaveituvæðingunnar og hverju hún breytti fyrir okkur. Nýtum hana til innblásturs fyrir heimsbyggðina og okkur sjálf. Höldum áfram að tryggja og byggja upp sjálfbærar hitaveitur í bæjum landsins og styðjum við sams konar uppbyggingu í öðrum löndum. Höldum áfram að skapa nýjar lausnir, prófa okkur áfram og framkvæma til að styðja við aukinn hraða í átt að kolefnislausum heimi. Það er enn ekki ljóst hvenær eða hvernig þessari orkukrísu lýkur og þess vegna er tækifærið núna til að hafa áhrif á hvað muni breytast í kjölfar hennar. Því að þó við vitum ekki hvernig línurnar muni liggja að lokum þá er ljóst að leiðin liggur ekki til baka. Höfundur er Chief Technical Officer hjá Innargi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun