Björn hættir sem ritstjóri DV Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 10:46 Björn Þorfinnsson hefur starfað sem ritstjóri DV undanfarið eitt og hálft ár. Björn Þorfinnson ritstjóri DV hefur sagt upp störfum. Hann mun þó ekki hverfa á braut strax og hyggst gegna stöðunni allt þar til nýr ritstjóri hefur verið ráðinn. Uppsögnin er að hans sögn ekki tengd nýlegum skipulagsbreytingum sem hafa átt sér stað innan útgáfufélagsins Torgs. Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi. Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Björn tók við ritstjórastarfinu í maí 2021 og tók þá við keflinu af Tobbu Marínósdóttur sem gegnt hafði stöðunni í rúmt ár. Hefur hann starfað samhliða Ágústi Borgþóri Sverrissyni sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra DV undanfarna mánuði. Í samtali við Vísi staðfestir Björn að hann hafi sagt upp sem ritstjóri á dögunum. „Það er þó í mestu vinsemd við stjórnendur fyrirtækisins og starfslok mín verða ekki með neinum hvelli. Ég reikna með að fylgja ákveðnum skipulagsbreytingum úr hlaði og starfa þar til að eftirmaður minn er fundinn. Ég ætla að gefa mig allan í það verkefni,“ segir Björn og bætir við að það geti vel verið að hann taki að sér einhver önnur verkefni fyrir fjölmiðla Torgs. „Þetta er afar skemmtilegur vinnustaður með stórum hópi starfsmanna sem ég tel til góðra vina minna og því gæti vel verið að ég taki að mér einhver önnur verkefni hér.“ Ekkert sé þó fyrir hendi og Björn segist njóta óvissunnar. „Ég er mikill áhugamaður um að vaða af stað í ferðalög án þess að vera búinn að ákveða nákvæmlega hver áfangastaðurinn er. Eina sem ég veit er að ég mun líklega aldrei geta slitið mig alveg frá fjölmiðlum og ég vil geta skrifað. Lyklaborðið er vinur minn.“ Miklar hræringar hjá Torgi Undanfarið hafa verið gerðar nokkrar skipulagsbreytingar hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, Hringbrautar, DV og tengdra miðla. Í byrjun þessa mánaðar var Erlu Hlynsdóttur aðstoðarritstjóra DV sagt upp störfum og var uppsögnin sögð vera hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. Erla hafði starfað hjá DV síðan í apríl árið 2020 þegar hún var ráðin tímabundið sem fréttastjóri þar. Seinna meir var hún gerð að aðstoðarritstjóra fjölmiðilsins. Þá var blaðamanni hjá Fréttablaðinu einnig sagt upp. Í samtali við fréttastofu sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, aðalritstjóri fjölmiðla Torgs að um væri að ræða skipulagsbreytingar og eðlilegt aðhald. Samkvæmt heimildum Vísis eru fleiri breytingar á döfinni hjá Torgi.
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Aðstoðarritstjóra DV sagt upp Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs. 1. nóvember 2022 14:41