Sannfæringin eða lífið? Stefanía Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2022 12:02 Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íran Jafnréttismál Stefanía Sigurðardóttir Mótmælaalda í Íran Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf best að standa með sannfæringu sinni þótt það sé erfiðara en að sigla með straumnum. Ef þú gerir það áttu bæði betra með að sofa á nóttunni og horfa í spegilinn. Þessu trúi ég og get leyft mér að trúa vegna þess hvar ég bý – í landi þar sem blessunarlega ríkir skoðanafrelsi. Ég bý í landi þar sem ár eftir ár mælist mesta jafnrétti í heimi, þrátt fyrir að hér sé jafnrétti ekki náð. Annars staðar í heiminum er fólk ekki svo heppið, konur eru ekki jafn heppnar. Annars staðar í heiminum er fólk skotið til bana fyrir það eitt að standa fyrir sannfæringu sinni. Hugsun sem er okkur svo fjarri. Í Íran á sér stað bylting, akkúrat núna. Bylting sem hófst því Masha Amini, 22 ára kona, var drepinn af siðgæðislögreglunni fyrir að bera slæðu sína ekki rétt á höfði. Svo virtist sem það hafi verið kornið sem fyllti mælinn hjá þjóðinni. Og íranska þjóðin hefur fyrir vikið fyllt göturnar í mótmælum. Konur, börn og karlar sameinast í mótmælunum. Þau hætta lífi sínu daglega til að berjast fyrir grunnréttindum. Grundvallarmannréttindum eins og að mega klæða sig eins og þau vilja. Heimafólk segir að þótt aðrar mótmælaöldur hafi áður átt sér stað þá sé þessi öðruvísi. Þessi er ekki borin uppi af einni manneskju, af einum leiðtoga, heldur er þetta fjöldinn sem segir: „Við höfum fengið nóg!“ Fólkið segir að það hafi trú á að þetta sé byltingin sem muni fella stjórnina og hleypa grunnmannréttindum inn í landið. Íranska stjórnin er greinilega meðvituð um þetta og orðin hrædd því fyrr í vikunni barst dómstólum þar í landi bréf frá 227 þingmönnum af 290 með þeim skilaboðum að þeir skuli kenna mótmælendum lexíu með því að beita dauðrefsingum gegn þeim. Stjórnin er hrædd um framtíð sína þar sem mögulega gætu mannréttin og réttlætið sigrað – en það verður blóðugt. Stjórnin er logandi hrædd við að hafa ekki lengur ægivald yfir frelsi og lífi kvenna. Mótmælendurnir sem standa með sannfæringu sinni í Íran þurfa að taka þá ákvörðun vitandi að það geti kostað þá lífið. En þau berjast samt áfram. Kona. Líf. Frelsi. Höfundur er stjórnarkona í Kvenréttindafélagi Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun