Hussein ber vitni frá Grikklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2022 15:57 Freyja segir Hussein ekki hafa verið gefinn greiður aðgangur að réttindagæslumanni. Vísir/Bjarni Hussein Hussein, hælisleitandi frá Írak, verður ekki fluttur til Íslands til þess að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli hans gegn íslenska ríkinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi dóminn ekki hafa heimild til að gefa út sérstaka vitnakvaðningu í málinu. Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni. Claudia Wilson, lögmaður Hussein, segir í samtali við Mbl.is að héraðsdómur hafi ekki talið sig hafa lagaleg úrræði til að láta færa hælisleitendur fyrir dóm. Ríkið hafi boðið húsnæði í Grikklandi svo Hussein geti gefið skýrslu með fjarfundarbúnaði. Claudia sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að sérstakar og fordæmalausar aðstæður væru uppi í máli Husseins, vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Því þurfi að túlka málið á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. Til þess þurfi að notast við millitúlk. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spurði Claudia í vikunni. Niðurstaðan er þó sú að Hussein mun eiga kost á að gefa skýrslu með fjarfundarbúnaði þegar aðalmeðferðin fer fram föstudaginn 18. nóvember. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41 Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hussein var meðal fimmán hælisleitenda sem vísað var úr landi í síðustu viku og flogið til Grikklands með valdi. Hussein notar hjólastól og hafa ýmis samtök, þeirra á meðal Þroskahjálp, gagnrýnt hvernig staðið var að framkvæmdinni. Claudia Wilson, lögmaður Hussein, segir í samtali við Mbl.is að héraðsdómur hafi ekki talið sig hafa lagaleg úrræði til að láta færa hælisleitendur fyrir dóm. Ríkið hafi boðið húsnæði í Grikklandi svo Hussein geti gefið skýrslu með fjarfundarbúnaði. Claudia sagði í samtali við fréttastofu í vikunni að sérstakar og fordæmalausar aðstæður væru uppi í máli Husseins, vegna fötlunar og tungumálaörðugleika. Því þurfi að túlka málið á íslensku, ensku og sorani-tungumáli. Til þess þurfi að notast við millitúlk. „Það gerir það frekar flókið að gera það í gegnum fjarskiptabúnað. Réttargæslumaður hefur reynt að tala við hann í gegnum fjarfundabúnað með túlk og það gekk ekki upp. Það endaði með því að tala þurfti við skyldmenni hans. Spurningin er þessi: Hvers vegna á hann, fatlaður maður, ekki að hafa sama aðgang að dómstólum og aðrir?“ spurði Claudia í vikunni. Niðurstaðan er þó sú að Hussein mun eiga kost á að gefa skýrslu með fjarfundarbúnaði þegar aðalmeðferðin fer fram föstudaginn 18. nóvember.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41 Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04 Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fordæmalaust mál kalli á fordæmalausar aðgerðir dómstóla Lögmaður Hussein Hussein, fatlaðs manns sem vísað var úr landi á fimmtudaginn, segir mál hans svo fordæmalaust að það kalli á fordæmalausar aðgerðir af hálfu dómstóla. Dómari mun ákveða á fimmtudag hvort Hussein komi aftur til landsins til þess að gefa skýrslu fyrir dómi. 8. nóvember 2022 18:41
Kemur í ljós hvort Hussein fái að gefa skýrslu á Íslandi Íslenska ríkið mun fyrir dómþingi í dag greina frá því hvort það hyggist verða við beiðni héraðsdómara um að flytja fatlaðan hælisleitanda aftur til Íslands til að hann geti gefið skýrslu milliliðalaust. Lögmaður mannsins segir mikilvægt að ríkið geri það í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru í málinu. 8. nóvember 2022 13:04
Hundrað og sextán hafa verið fluttir eða sendir úr landi á árinu og 39 finnast ekki Dómsmálaráðherra telur ekki ástæðu til að endurskoða brottflutning hælisleitenda til Grikklands, ólíkt félagsmálaráðherra Vinstri grænna, sem telur hollt að taka þá umræðu. Á þessari stundu stendur til að vísa 98 flóttamönnum úr landi sem hér eru, en af þeim finnast ekki 39. Hundrað og sextán hefur verið komið úr landi það sem af er ári. 7. nóvember 2022 20:35