Handbolti

Óðinn fór á kostum í stórsigri meistaranna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum fyrir Kadetten í kvöld.
Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum fyrir Kadetten í kvöld. vísir/eyþór

Óðinn Þór Ríkharðsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk fyrir svissnesku meistaranna í Kadetten er liðið vann afar öruggan 14 marka sigur gegn RTV Basel í kvöld, 36-22.

Óðinn og félagar hafa verið á mikilli siglingu í svissnesku deildinni undanfarið, en liðið hefur nú unnið tólf leiki og aðeins tapað tveimur. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar liðið sem trónir á toppi deildarinnar með 24 stig og á titil að verja.

Á sama tíma unnu Ólafur Guðmundsson og félagar hans í GC Amicitia Zürich nauman eins marks sigur gegn HC Kriens, 29-28. Ólafur og félagar sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 13 stig, en HC Kriens er í baráttu við Kadetten á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×