„Tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. nóvember 2022 20:30 Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn. Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í körfubolta leikur einn sinn mikilvægasta leik í sögunni gegn Georgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins annað kvöld. Með sigri færist íslenska liðið skrefi nær lokakeppni heimsmeistsramótsins. „Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum. Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
„Ég held að við séum allir bara stemmdir og klárir í verkefnið,“ sagði landsliðsmaðurinn Kristófer Acox í samtali við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í dag. „Þetta verður auðvitað erfitt eins og allir þessir leikir. Við erum komnir það langt að samkepnin verður erfiðari. En við erum allir bara klárir og ætlum allavega að gefa okkur alla í þetta og ég held að það muni koma okkur helvíti langt.“ „Við erum aldrei að fara að mæta einhverjum auðveldum andstæðingi, en við erum líka bara flottir og þá sértaklega hérna heima. Þannig við verðum svolítið að treysta á það að við verðum klárir. Þetta verður erfitt, vissulega, en ég held að við séum í góðu færi.“ Klippa: Einn mikilvægasti leikur körfuboltalandsliðsins annað kvöld Haukur Helgi Pálsson, sem glímt hefur við meiðsli, er klár í slaginn gegn Georgíu annað kvöld og verðu með íslenska liðinu. „Ég fékk í nárann fyrir þremur vikum á einni æfingunni og það er aðeins búið að vera að plaga mig. En Valdi er búinn að vera að sjá vel um mig þannig ég er bara góður,“ sagði Haukur. Haukur hefur þurft að glíma við mikil meiðsli á ferli sínum og Gaupi grínaðist með það að hann hafi verið heill í um sex ár af ellefu ára landsliðsferli sínum. „Já það er eitthvað svoleiðis,“ sagði Haukur léttur. „Ég er búinn að vera svolítið í brasi með líkamann á mér. En þetta eru orðin ellefu ár, það er ágætur tími.“ En hvernig leggst þessi leikur gegn Georgíu í Hauk? „Það er náttúrulega alltaf einhver pressa sem fylgir, þetta eru náttúrulega risaleikir. En við höfum alveg spilað svona leiki áður þannig séð og þetta er bara eins og hver annar leikur. En tilfinningin er að við þurfum að eiga okkar besta leik,“ sagði Haukur að lokum.
Landslið karla í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira