Bíllinn valt eftir árekstur við annan bíl og voru báðir bílar fluttir af vettvangi með dráttarbílum. Bíllinn sem valt er altjónaður að sögn Jónasar Árnason, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Hann segir að aðgerðir slökkviliðs og lögreglu hafi tekið drjúga stund og að slökkviliðsmenn hafi verið á vettvangi til um klukkan 21:40.
Jónas segir að frumrannsókn á vettvangi bendi til þess að bíllinn hafi oltið minnst þrjár veltur og að ekki sé útilokað að þær hafi verið fjórar. Slíkt gerist ekki ef bílum er ekið á sextíu kílómetra hraða en ekkert sé hægt að fullyrða um ökuhraða.
Sem áður segir voru fjórir fluttir til aðhlynningar en að sögn Jónasar voru engir sjáanlegir áverkar á þeim.