Aðstæður fjölskyldunnar tímabundið þolanlegar vegna aðstoðar Íslendinga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 00:00 Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur og ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Sröð 2 Lögfræðingur sem þekkir vel til máls hins írakska Hussein Hussein og fjölskyldu hans segist ekki hafa fundið staðfestingar á staðhæfingum dómsmálaráðherra. Hann sé vongóður um að fjölskyldan geti snúið aftur til Íslands. Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57. Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57.
Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira