Ísland þarf sigur gegn liði sem berst fyrir æðri málstað Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 08:01 Elvar Már Friðriksson og félagar þurfa að eiga toppleik í dag til að vinna Úkraínu. VÍSIR/VILHELM Eftir tapið sárgrætilega gegn Georgíu á föstudaginn þarf íslenska karlalandsliðið í körfubolta nauðsynlega á sigri að halda gegn Úkraínu í dag til að eiga möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn. Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Vegna stríðsins í Úkraínu fer leikurinn í dag fram í Riga í Lettlandi og hann hefst ansi snemma að íslenskum tíma, eða klukkan 14. Ísland er í sex liða riðli þar sem að þrjú efstu liðin komast á HM, og situr nú í 3.-4. sæti ásamt Georgíu með fjóra sigra eftir sjö umferðir af tíu. Spánn er með sex sigra, Ítalía fimm, Úkraína tvo og Holland engan. Undankeppninni lýkur í febrúar þegar Ísland leikur heimaleik við heims- og Evrópumeistara Spánar, þar sem nánast engin von er um sigur, og útileik við Georgíu. Ef að Ísland tapar í dag er því vonin um sæti á HM orðin ansi veik og Ísland þyrfti að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að gera útileikinn við Georgíu að úrslitaleik um sæti á HM. Staðan í riðli Íslands eftir sjö umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Úkraínska liðið vann öruggan 96-77 sigur gegn Hollandi á útivelli á föstudaginn. Þjálfari liðsins, Ainars Bagatskis, segir liðið berjast fyrir æðri málstað en „bara“ sæti á HM og að liðið hafi skapað sér nýjan heimavöll í Riga. „Auðvitað erum við að berjast fyrir fólkið sem núna berst fyrir Úkraínu og í Úkraínu, fyrir sjálfstæði og frelsi landsins. Ég vona að við getum með okkar sigrum veitt okkar lágmarksframlag í baráttunni. Ég veit að margir þarna fylgjast með körfuboltalandsliðinu,“ er haft eftir Bagatskis á miðlinum Sportarena. Ísland vann frábæran sigur gegn Úkraínu á heimavelli í ágúst, í framlengdum leik, 91-88. „Þar töpuðum við boltanum oft og nýttum ekki vítin. 50% af árangri í körfubolta er vegna ákvarðana manna og í þessum leik tókum við skelfilegar ákvarðanir. Við gleymum þeim leik og einbeitum okkur að seinni leiknum. Við spilum í kunnuglegum aðstæðum í Riga sem er orðið okkar annað heimili,“ sagði Bagatskis.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum