Reiðir og sárir út í Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 14. nóvember 2022 09:30 Cristiano Ronaldo gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Getty/Matthew Ashton Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar. Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Samkvæmt Sky Sports vissu vinnuveitendur Ronaldos hjá United ekki af viðtalinu fyrr en að liðið var að búa sig undir flug heim til Manchester eftir 2-1 sigurinn gegn Fulham í Lundúnum í gær. Klippur úr viðtalinu fóru þá að birtast en þar segist Ronaldo ekki bera virðingu fyrir knattspyrnustjóranum Erik ten Hag, að forráðamenn United hafi reynt að neyða hann í burtu frá félaginu og að umgjörðin hjá félaginu hafi ekkert þróast frá því að hann var síðast hjá félaginu fyrir rúmum áratug. Daily Mail segir að liðsfélagar Ronaldos séu „rosalega vonsviknir“ út í hinn 37 ára gamla Portúgala og að þeir telji hann hafa sýnt félaginu og stjóranum algjöra vanvirðingu. Bæði leikmenn og stjóri séu sárir en líka undrandi vegna þeirra orða sem Ronaldo hafi látið falla og vegna tímasetningar viðtalsins. Samkvæmt Sky Sports fékk Ronaldo að vita það síðastliðinn fimmtudag að hann yrði ekki i byrjunarliði United gegn Fulham, í síðasta leiknum fyrir HM-hléið, en að hann yrði í leikmannahópnum. Ronaldo mun svo hafa tjáð félaginu að hann væri veikur og gæti ekki ferðast með til Lundúna. Þess vegna hafi forráðamenn United verið enn gramari eftir að brotin úr viðtalinu fóru að birtast. Ronaldo fer núna á HM í Katar með Portúgal og næsti leikur United verður ekki fyrr en skömmu fyrir jól, gegn Burnley í deildabikarnum. Liðið spilar svo tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir áramót, áður en félagaskiptaglugginn opnast í janúar.
Enski boltinn Fótbolti Deila Ronaldo og Manchester United Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira