„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 12:00 Tryggvi Snær Hlinason treður með látum í leiknum gegn Georgíu. vísir/vilhelm Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn. Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira