„Leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2022 12:00 Tryggvi Snær Hlinason treður með látum í leiknum gegn Georgíu. vísir/vilhelm Brynjar Þór Björnsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, er vongóður á íslenskan sigur gegn Úkraínu í undankeppni HM 2023 í dag. Hann telur að íslenska liðið sé búið að hrista af sér vonbrigðin eftir tapið sára fyrir Georgíu á föstudaginn. Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Þrátt fyrir tap fyrir Georgíu, 85-88, í Laugardalshöllinni var Brynjar ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum. „Þetta var rosalega svekkjandi en heilt yfir spilaði íslenska liðið frábærlega. Auðvitað hefði maður viljað að dómararnir hefðu gefið Sigtryggi [Arnari Björnssyni] möguleika á að jafna leikinn. Sem leikmaður vill maður að leikmennirnir fái að klára leikinn en ekki dómararnir,“ sagði Brynjar í hádegisfréttum Bylgjunnar og vísaði þar til atviksins undir lok leiks Íslands og Georgíu þar sem Sigtryggur Arnar fékk bara tvö vítaskot en ekki þrjú og gat þar af leiðandi ekki jafnað leikinn á vítalínunni. Brynjar telur að vonbrigði föstudagsins sitji ekki lengur í íslenska liðinu. „Ég held að menn mæti tvíefldir til leiks. Ég hef engar áhyggjur af því að þetta hafi einhver áhrif á leikinn í dag. Auðvitað var þetta svekkjandi tap en vitandi hvernig það er að vera keppnismaður mæta þeir örugglega ennþá tilbúnari í þennan leik og tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta er leikur sem verður að vinnast ef draumurinn á að lifa. Við trúum að þeir geti klárað dæmið.“ Til að komast á HM í fyrsta sinn þurfa Íslendingar að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni. Þeir eru gegn Úkraínumönnum og Georgíumönnum á útivelli og Spánverjum á heimavelli. „Þessi leikur skiptir öllu máli. Við þurfum helst að vinna tvo af síðustu þremur leikjunum. Ef við ætlum að halda þessu lifandi er þessi leikur algjör lykilleikur. Þetta er leikurinn sem þarf að vinna,“ sagði Brynjar sem er bjartsýnn fyrir leikinn í Ríga í Lettlandi í dag. „Já, mjög svo. Þeir eru án sinna stærstu leikmanna sem leika í NBA og EuroLeague. Þetta er mjög breyttur hópur frá því í sumar. Miðað við gæðin í íslenska liðinu þegar það spilar eins vel og á föstudaginn eigum við mjög góða möguleika,“ sagði Brynjar. Leikur Úkraínu og Íslands hefst klukkan 14:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira