Enski boltinn

Lið í ensku G-deildinn vill fá Håland á láni fram að jólum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Braut Håland hefur spilað frábærlega en er nú á leiðinni í rúmlega sex vikna frí.
Erling Braut Håland hefur spilað frábærlega en er nú á leiðinni í rúmlega sex vikna frí. Richard Callis/Getty Images

Ashton United, lið í ensku G-deildinni í fótbolta, hefur sent Manchester City fyrirspurn þess efnis að fá norska framherjann Erling Braut Håland á láni á meðan pása er í ensku úrvalsdeildinni vegna HM sem fram fer í Katar.

Håland hefur byrjað af krafti í ensku úrvalsdeildinni en Man City festi kaup á framherjanum norska í sumar. Til þessa hefur hann spilað 13 deildarleiki og skorað 18 mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar.

Þar sem Noregur verður ekki á HM þá mun Håland ekki spila keppnisleik á næstunni. Því hefur Ashton United komið með þá frábæru tillögu að taka leikmanninn á láni og leyfa honum að spila í G-deildinni.

„Við viljum hjálpa til við að halda Håland í formi. Þetta er skárra en að hann myndi spila golf allan tímann,“ segir á vefsíðu félagsins. 

Ashton United er sem stendur í 11. sæti í G-deild með 25 stig, einu stigi meira en Warrington Rylands og Morpeth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×