Umræðan truflaði ekki Tryggva: „Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 12:30 Tryggvi Garðar Jónsson í viðtalinu í gær. S2 Sport Tryggvi Garðar Jónsson fékk tækifærið í sigri Vals á Haukum í Olís deild karla í handbolta í gær og skoraði fjögur mörk í tveggja marka sigri. Eftir leikinn ræddi hann í beinni við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni. „Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
„Við erum komnir í samband við Hafnarfjörðinn og þar er maður vikunnar sem er á línunni. Tryggvi Garðar Jónsson, leikmaður Vals. Tryggvi, til hamingju með sigurinn, hvernig líður þér eftir þennan leik,“ spurði Stefán Árni Pálsson. „Bara frábærlega. Þetta var bara geggjaður liðsigur í dag,“ sagði Tryggvi Garðar Jónsson sem nýtti fjögur af sjö skotum og gaf einnig tvær stoðsendingar á liðsfélaga sína. „Það er mikið búið að tala um þig og mikið búið að skrifa um þig. Þú kemur og spilar fullt af mínútum í þessum leik. Varstu smá stressaður þegar þú fékkst svona mikið af mínútum og komst inn á gólfið,“ spurði Stefán Árni. „Nei alls ekki. Ég er búinn að vera að bíða eftir þessu tækifæri lengi og Maggi dettur út þarna í byrjun. Þá kem ég bara inn og ég er tilbúinn loksins þegar kallið kemur,“ sagði Tryggvi Garðar. Stefán spurði hvort að það hafi farið í taugarnar á honum að vera svona mikið á bekknum. „Það á enginn að vera sáttur á bekknum. Maður er búinn að vera pirraður en ég nýtti minn spilatíma í dag held ég. Það er eitthvað sem ég vildi gera betur en heilt yfir sáttur, Geggjaður sigur í dag,“ sagði Tryggvi. „Hvernig fór umræðan, sem átti sér stað í hlaðvörpum og fréttum, í svona ungan dreng? Hvernig var að takast á við þetta,“ spurði Stefán. „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Ég æfði enn þá meira, skaut enn þá meira á æfingu og Snorri sagði mér að skjóta meira. Ég var ekkert allt of mikið að pæla í þessu,“ sagði Tryggvi en sér hann fyrir sér að spila fleiri mínútur með Val á næstunni. „Já ég vona það. Ég veit ekki alveg hver sé staðan á Robba núna og Magga. Vonandi setur Snorri mig bara meira inn á og lætur mig skjóta meira,“ sagði Tryggvi og skilaboðin frá Snorra voru einföld. „Já negldu á markið eins og þú gerir alltaf. Ég held að hafi gert það,“ sagði Tryggvi. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Tryggva Garðar
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða