Eden Hazard um Real vonbrigðin: Mér þykir þetta svo leiðinlegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 15:31 Eden Hazard er fyrirliði belgíska landsliðsins en hér sést hann fagna með Axel Witsel. Getty/Bradley Collyer Belginn Eden Hazard hefur verið eins stórt flopp hjá spænska stórliðinu Real Madrid og þau gerast í fótboltanum. Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Hazard hefur nú beðið stuðningsmenn Real Madrid afsökunar fyrir að standa ekki undir væntingum sem gerðar voru til hans. Hazard var kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims þegar Real Madrid keypti hann fyrir meira en hundrað milljónir evra í júní 2019. Hann varð þar með dýrari en Cristiano Ronaldo (frá Manchester United 2009) og sá næstdýrasti í sögu félagsins á eftir Gareth Bale (frá Tottenham 2013). Fimmtíu þúsund manns mættu á Santiago Bernabéu þegar Hazard var kynntur til leiks. Þessi fyrstu þrjú tímabil Hazard hjá Real Madrid hefur verið ein stór hrakfallasaga en þessi 31 árs gamli leikmaður hefur enn ekki náð að spila á móti Barcelona í búningi Real svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir slakt gengi og lítill spilatíma hjá Real þá er Eden Hazard á leiðinni á HM í Katar sem fyrirliði belgíska landsliðsins. „Mér þykir þetta svo leiðinlegt. Ég er að reyna .... en fyrirgefið mér,“ sagði Eden Hazard í viðtali við Marca. „Ég á eftir eitt ár af samningnum mínum og ég verða að sýna hvað ég get en það verður ekkert auðvelt. Ég er ekki að spila og ég vil spila meira. Mér þykir svo leiðinlegt hvernig þetta hefur farið,“ sagði Hazard. Samingur hans við Real Madrid rennur út í júní 2024. Hann segir það ekki koma til greina að fara frá Real Madrid þegar glugginn opnar í janúar. „Það er útilokað fyrir mig að fara í janúar. Ég hef fjölskylduna mína hjá mér og ég kann vel við borgina. En í sumar þá er möguleiki á því að ég fari. Ég á þá eitt ár eftir af samningnum mínum svo það er ákvörðun félagsins. Ef félagið segir: Eden, takk fyrir þessi fjögur ár en nú þarftu að fara, þá verð ég að sætta mig við það,“ sagði Hazard. Hazard glímdi lengi við ökklameiðsli en hann brotnaði fyrst í leik á móti Paris Saint-Germain og svo aftur þremur mánuðum seinna. Hann lenti síðan í miklum vandræðum með málmplötu sem var sett í ökklann hans en hann fékk meðal annars sýkingu vegna hennar. „Ég vildi fara fyrr í aðgerð en félagið sagði að það væri ómögulegt og ég yrði að halda ró minni. Þeir sögðust hafa rætt við læknana sem sögðu að það væri ekkert vandamál með málmplötuna. Það var sama upp á teningnum á þriðja árinu og endalaus meiðsli. Ég er ekki að segja að þetta sé félaginu, læknunum eða skurðaðgerðinni að kenna. Ég vil samt segja svo marga hluti,“ sagði Hazard.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira