Bókabíllinn: úti að aka Brynhildur Bolladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Bolladóttir Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hef ég rétt eins og í skáldsögum blikkað augunum margoft og klórað mér í höfðinu til að fullvissa mig um að mig sé ekki að dreyma. Bókabíllinn er að hætta þjónustu sinni við borgarbúa eftir rúm 50 ár á götunni. Á fimmtudögum sjáum ég og dóttir mín bláu rútuna keyra inn Laugalækinn á leið okkar heim úr leikskólanum og hún æpir upp yfir sig af gleði „Bókabíllinn!“ og við förum og veljum okkur bækur í ævintýraheiminum sem bíllinn er. Ég og hún. Gæðastundir. Kaldhæðni örlaganna er sú að strákurinn minn (18 mánaða) mun eins og fram horfir ekki fá að upplifa þessar stundir, ekki finna gleðina við það þegar bíllinn keyrir inn götuna og hann getur valið sér ævintýri til að týna sér í, flett í gegnum bækur og vegið og metið hverjar skuli taka með heim. Strákurinn minn sem finnst svo gaman að lesa, mun læra að lesa sjálfur og kunna að lesa sér til gagns mun ekki fá þessar stundir. Við fjölskyldan notum bókasöfnin líka, en ekkert er í beint göngufjarlægð frá okkur. Bókasöfn eru eitthvað það stórkostlegasta sem til er og Borgarbókasafnið býður svo sannarlega frábæra þjónustu í allskonar formi. Ég geri mér grein fyrir því að verkefni borgarinnar eru mörg og ærin, málaflokkarnir eru margir og flóknir, fjármagnið af skornum skammti. Eins og alltaf. En í stóra samhenginu eru 100 milljónir í nærþjónustu sem eykur ánægju og gleði af lestri einhvernveginn eitthvað svo lítið. Þegar ég hugsa út fyrir heimilisbókhaldið mitt og yfir í rekstur borgarinnar þá get ég ekki annað en spurt mig hvort þetta sé í alvöru sú forgangsröðun sem þurfi að fara í. Fátt hefur verið háværara í umræðu um skólakerfið sl. ár en hvernig lestrarkunnáttu og lesskilningi fari aftur, fyrir utan auðvitað mögulega útdauða íslenskunnar. Ekkert af þessu er nú kannski á ábyrgð Bókabílsins, en hverfi hann þá styður það a.m.k. ekki við bækur í nábýli fólks í Laugarnesi, Kjalarnesi, Fossvogi, Hlíðum, Grafarholti… Í raun ætti Bókabíllinn að aka meira, stoppa á fleiri stöðum. Ég sé strax í svipinn að það mætti bæta Vesturbæjarlaug við. Kæri Dagur borgarstjóri, kæra Pálína borgarbókavörður. Ég skrifa þessi orð í veikri von um að ákvörðuninni verði snúið við og Bókabíllinn efldur þess í stað. Borgin gerð enn blómlegri en hún er, með ávöxtum bókmenntanna sem auðga lífið svo sannarlega. Leyfum Bókabílnum að gera það sem hann gerir svo vel, að vera úti að aka. Höfundur er lögfræðingur og lestrarhestur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun