Björn Bjarnason gefur ekkert fyrir meintar vinsældir Kristrúnar Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 13:28 Könnunin um að Kristrún Frostadóttir sé sá stjórnmálaleiðtogi sem almenningur treysti orðið best er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu, að mati Björns Bjarnasonar. vísir/vilhelm Björn Bjarnason bloggari, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins með meiru, telur kannanir sem leiða í ljós að Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar njóti meira trausts en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, út í bláinn. Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási. Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Björn hefur eitt og annað á hornum sínum í pistli á bloggsíðu sinni í dag sem er undir yfirskriftinni „Spuni Samfylkingar“. Upplýsingafalsanir Ríkisútvarpsins Hann vitnar til pistils Sigurðar Kára Kristjánssonar lögmanns og fyrrverandi alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann birtir á Facebook-síðu sinni: „Ég hlustaði á formann Samfylkingarinnar fjalla um skýrslu Ríkisendurskoðunar á RÚV í morgun. Þar fullyrti Kristrún að mjög sterkar vísbendingar væru um lögbrot væru komnar fram í kjölfar birtingar þessarar skýrslu.“ Þessu telur Björn vert að halda til haga en orð Kristrúnar um vísbendingar eru í hans meðförum orðnar: „Fullyrðingar um lögbrot eru ekki aðeins spuni Samfylkingarinnar heldur einnig fréttastofu ríkisútvarpsins.“ Björn sakar Ríkisútvarpið um upplýsingafalsanir og tilraunir til að afvegaleiða umræðuna. Og honum þykir viðtal við Guðrúnu Johnsen, hagfræðing og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, liður í því: „Í vikunni hnykkti fréttastofa ríkisins á þessu með því að hafa samband við hagfræðing í Danmörku, Guðrúnu Johnsen, sem taldi sig ráða yfir rökum til að krefjast afsagnar Bjarna Benediktssonar vegna lögbrota!“ skrifar Björn hneykslaður. Ekkert að marka Fréttablaðið Björn hefur ekki lokið sér af hvað varðar ámælisverða framgöngu fjölmiðla að hans mati því næst beinir hann spjótum sínum að Fréttablaðinu. Hann gefur lítið fyrir frétt blaðsins af könnun þar sem fram kemur að Kristrún njóti meira trausts en Katrín. Þetta telur Björn alveg fráleitt: „Í dag (18. nóv.) leggur Fréttablaðið sitt af mörkum í spunanum um Kristrúnu Frostadóttur og ágæti hennar með því að birta á forsíðu niðurstöðu könnunar sem á að sýna Kristrúnu njóta meira trausts en Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Engar viðmiðanir því til stuðnings eru fyrir hendi og könnunin er einfaldlega út í bláinn eins og svo margt annað sem nú kemur frá Fréttablaðinu,“ skrifar Björn. Og hann vill ekki sleppa blaðinu með þetta því Björn hnýtir við eftirfarandi spælingum: „Það hefur það helst til ágætis núna að vera dreift við hlið Bændablaðsins í stórmörkuðum. Væri traust til blaðanna kannað yrði Bændablaðið örugglega hlutskarpara.“ Sjálfstæðismenn atyrða Samfylkinguna við hvert tækifæri og þannig lagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins lykkju á lið sína og hnýtti hressilega í flokkinn í ræðum sínum á síðasta landsfundi. Svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi skilgreint Samfylkinguna sem sinn helsta andstæðing en ekki Vinstri græn, sem þó hafa í orði kveðnu skilgreint sig lengst til vinstri á hinum flokkspólitíska ási.
Salan á Íslandsbanka Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Sjá meira
Bjarni bauð Viðreisnarfólk velkomið heim Bjarni Benediktsson setti landsfund Sjálfstæðismanna í dag sem formaður flokksins - ef til vill í síðasta sinn - en eins og flestir vita verður kosið milli hans og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar á sunnudag. Í setningarræðu skaut hann á Samfylkinguna og bauð Viðreisnarfólk velkomið heim. 4. nóvember 2022 20:25