Sóun er dottin úr tísku! Hugrún Geirsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun