Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2022 20:06 Björt Sigfinnsdóttir, íbúi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira