People greinir frá þessu. Þar er vitnað í nafnlausar heimildir sem segja að þau bæði séu einfaldlega of upptekin til að halda áfram að rækta samband sitt. Styles er á leiðinni á tónleikaferðalag um heiminn á meðan Wilde ætlar að verða eftir í Los Angeles með börnum sínum tveimur.
Það vakti mikla athygli þegar parið byrjaði að hittast í janúar. Þau höfðu þá verið að vinna saman að kvikmyndinni Don't Worry Darling í nokkurn tíma. Wilde hafði nýlega sagt skilið við eiginmann sinn Jason Sudeikis en þau voru saman í tæp tíu ár.