Búið að opna fyrir umferð en vegfarendur hvattir til að ferðast í dagsbirtu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 14:04 Skriðan er umfangsmikil. Unnið er að hreinsun. Vegagerðin Opnað hefur verið fyrir umferð um Grenivíkurveg síðar í dag þar sem líkur á frekari skriðum á svæðinu er taldar það litlar að ekki sé stætt á því að halda veginum lokuðum lengur. Vegfarendur eru þó hvattir til að ferðast um veginn í dagsbirtu og stoppa ekki á skriðusvæðinu. Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11