Stjarna að fæðast í stundaglasi Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 13:00 Frumstjarna að myndast í skýinu L1527 á mynd James Webb-geimsjónaukans. NASA, ESA, CSA, and STScI. Image processing: J. DePasquale, A. P Frumstjarna í hjarta stundaglasslaga gasskýs sem James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega mynd af er sögð veita innsýn í hvernig sólin og sólkerfið okkar leit út í frumbernsku sinni. Hún er talin á fyrsta stigi í myndunarferli sínu. L1527 er rykský í stjörnumerkinu Nautinu en í hjarta þess er frumstjarna í fæðingu. Hún er enn ekki eiginleg stjarna þar sem kjarnasamruni er ekki hafinn heldur lítill, heitur gasklumpur með um tuttugu til fjörutíu prósent af massa sólarinnar okkar. Lögun hennar enn óstöðug þó að hún sé að mestu hnöttótt, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Skýið er aðeins greinanlegt á innrauða sviðinu og var því upplagt viðfangsefni fyrir James Webb-geimsjónaukann sem var tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á mynd hans sem var birt í síðustu viku er frumstjarnan sjálf falin í hálsi stundaglassins. Efnisskífa í kringum hana sést sem dökk lína í gegnum hálsinn miðjan. Hún lýsir upp gasið fyrir ofan og neðan skífuna. Blá og appelsínugul „glösin“ sýna hvernig glufur myndast í rykskýinu þegar efni þeytist frá frumstjörnunni og rekst á gas og ryk í nágrenninu. Litina má rekja til ryks á milli skýsins og sjónaukans. Rykið er þynnst þar sem það er blátt en appelsínugult þar sem það er þéttara fyrir. Á myndinni sjást einnig vetnisþræðir sem þyrlast til vegna efnis sem frumstjarnan ryður frá sér. Óróinn af völdum stjörnunnar kemur í veg fyrir að aðrar stjörnur myndist annars staðar í skýinu. Því situr frumstjarnan ein að stórum hluta efnisins. Stjörnufræðingar áætla að L1527 sé aðeins um 100.000 ára gamalt, afar ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. Frumstjarnan er því á fyrstu stigum myndunar sinnar. Rykið og gasið í skýinu laðast að miðjunni og vindur sig í kringum hana. Þannig myndast efnisskífan í kringum frumstjörnuna. Eftir því sem kjarninn verður massameiri og þéttist hækkar hitinn og kjarnasamruni hefst. Stjarnan er þá fullsköpuð. Efnisskífan er sögð á stærð við sólkerfið okkar. Afgangurinn af henni gæti hæglega þést og myndað reikistjörnur með tíð og tíma. L1527 er því sagt gefa góða mynd af því hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út fyrir milljörðum ára. Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
L1527 er rykský í stjörnumerkinu Nautinu en í hjarta þess er frumstjarna í fæðingu. Hún er enn ekki eiginleg stjarna þar sem kjarnasamruni er ekki hafinn heldur lítill, heitur gasklumpur með um tuttugu til fjörutíu prósent af massa sólarinnar okkar. Lögun hennar enn óstöðug þó að hún sé að mestu hnöttótt, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Skýið er aðeins greinanlegt á innrauða sviðinu og var því upplagt viðfangsefni fyrir James Webb-geimsjónaukann sem var tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Á mynd hans sem var birt í síðustu viku er frumstjarnan sjálf falin í hálsi stundaglassins. Efnisskífa í kringum hana sést sem dökk lína í gegnum hálsinn miðjan. Hún lýsir upp gasið fyrir ofan og neðan skífuna. Blá og appelsínugul „glösin“ sýna hvernig glufur myndast í rykskýinu þegar efni þeytist frá frumstjörnunni og rekst á gas og ryk í nágrenninu. Litina má rekja til ryks á milli skýsins og sjónaukans. Rykið er þynnst þar sem það er blátt en appelsínugult þar sem það er þéttara fyrir. Á myndinni sjást einnig vetnisþræðir sem þyrlast til vegna efnis sem frumstjarnan ryður frá sér. Óróinn af völdum stjörnunnar kemur í veg fyrir að aðrar stjörnur myndist annars staðar í skýinu. Því situr frumstjarnan ein að stórum hluta efnisins. Stjörnufræðingar áætla að L1527 sé aðeins um 100.000 ára gamalt, afar ungt á stjarnfræðilegan mælikvarða. Frumstjarnan er því á fyrstu stigum myndunar sinnar. Rykið og gasið í skýinu laðast að miðjunni og vindur sig í kringum hana. Þannig myndast efnisskífan í kringum frumstjörnuna. Eftir því sem kjarninn verður massameiri og þéttist hækkar hitinn og kjarnasamruni hefst. Stjarnan er þá fullsköpuð. Efnisskífan er sögð á stærð við sólkerfið okkar. Afgangurinn af henni gæti hæglega þést og myndað reikistjörnur með tíð og tíma. L1527 er því sagt gefa góða mynd af því hvernig sólkerfið okkar gæti hafa litið út fyrir milljörðum ára.
Geimurinn Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Webb endurgerði frægustu mynd Hubble Hluti Arnarþokunnar sem hlaut nafnið Stöplar sköpunarinnar þegar Hubble-geimsjónaukinn gerði hann frægan fyrir meira en aldarfjórðungi er skarpari en nokkru sinni fyrr á mynd sem James Webb-geimsjónaukinn, arftaki Hubble, náði. 19. október 2022 15:43
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51