Uppgjöf varð að blóðbaði Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 13:46 Tvö myndbönd af atviki þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn dóu hafa verið í dreifingu á netinu. Þau sýna þó eingöngu aðdraganda og eftirmál blóðbaðsins og Rússar og Úkraínumenn skiptast á ásökunum um stríðsglæp. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina. Myndbönd sem sýna upphaf blóðbaðsins og eftirmál þess hafa verið í dreifingu á netinu en þau voru tekin í þorpi nærri Makiivka í Luhansk-héraði, sem frelsað var um miðjan nóvember. Myndbandið af eftirmáli blóðbaðsins var fyrst birt á netinu fyrr í þessum mánuði. Það var tekið upp með dróna og sýnir minnst ellefu rússneska hermenn liggja dána í jörðinni. Flestir liggja þeir í röð og eru þeir enn klæddir í hjálma sína og skotheld vesti. Engin vopn eru þó sýnileg. Myndbandið vakti strax töluverða athygli og sömuleiðis spurningar um það hvort mennirnir hefðu verið teknir af lífi. Mörgum þótti það ólíklegt þar sem þeir voru enn klæddir í vesti og hjálma, enda hefði það verið tekið af þeim ef þeir hefðu verið búnir að gefast upp. Annað myndband sýnir aðdragandann Þá var nýtt myndband birt á dögunum sem varpaði frekara ljósi á blóðbaðið. Það myndband er tekið af úkraínskum hermanni og sýnir nokkra hermenn miða vopnum sínum að skemmu. Einn hermaður nálgast skemmuna og bakkar svo frá henni aftur. Honum fylgir rússneskur hermaður með hendur á lofti og leggst hann niður. Myndbandið sýnir svo fleiri hermenn gefast upp og leggjast við hlið hinna. Allt fer svo í bál og brand þegar ellefti rússneski hermaðurinn stekkur út með byssu á lofti og hefur skothríð á úkraínsku hermennina, sem virðast minna viðbúnir en í upphafi. Þar endar myndbandið. Þessi tvö myndbönd sýna sum sé aðdraganda og eftirmál blóðbaðs sem virðist hafa leitt til þess að minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana úr miklu návígi. Rússar segja seinna myndbandið sýna stríðsglæpi Úkraínumanna. Úkraínumenn segja hins vegar að myndbandið sýni rússneska hermenn fremja stríðsglæp. Óljóst hver fremur glæpinn Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðinga um stríðsglæpi. Einn þeirra segir að þegar hermennirnir séu búnir að leggja niður vopn teljist þeir stríðsfangar. Því sé líklega um stríðsglæp að ræða samkvæmt Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Annar segir erfitt að segja til um það hvort stríðsglæpur hafi raunverulega verið framinn því myndbandið sýni ekki hvenær rússnesku hermennirnir voru skotnir. Hvort þeir hafi verið skotnir á sama tíma og rússneski hermaðurinn sem byrjaði skothríðina var skotinn eða hvort þeir hafi verið drepnir seinna meir, sem einhverskonar hefnd. Hann segir að ef það hafi ekki verið búið að leita á hermönnunum enn hafi úkraínsku hermennirnir ekki vitað hvort þeir væru vopnaðir eða ekki. Jafnvel þó rússnesku hermennirnir lægju í jörðinni. Þá segir hann að rússneski hermaðurinn sem skaut á þá úkraínsku hafi mögulega framið stríðsglæp. Genfarsáttmálinn meini hermönnum að þykjast gefast upp til að reyna að drepa óvini. „Það má vel vera svo að ef þessi maður hefði ekki skotið, þá hefðu þeir allir verið handsamaðir og væru allir á lífi í dag,“ hefur NYT eftir Iva Vukusic, sérfræðingi um stríðsglæpi. Rússar sakaðir um umfangsmikla stríðsglæpi Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu en ásakanirnar gegn Rússum eru mun umfangsmeiri en ásakanirnar gegn Úkraínumönnum. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um markvissar pyntingar og morð á óbreyttum borgurum víða um Úkraínu. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Sameinuðu þjóðirnar, sem hafa sagt nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna hafa átt sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, eru með blóðbaðið til rannsóknar. Úkraínumenn segjast einnig ætla að rannsaka atvikið og segjast ekki andvígir alþjóðlegri rannsókn. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Myndbönd sem sýna upphaf blóðbaðsins og eftirmál þess hafa verið í dreifingu á netinu en þau voru tekin í þorpi nærri Makiivka í Luhansk-héraði, sem frelsað var um miðjan nóvember. Myndbandið af eftirmáli blóðbaðsins var fyrst birt á netinu fyrr í þessum mánuði. Það var tekið upp með dróna og sýnir minnst ellefu rússneska hermenn liggja dána í jörðinni. Flestir liggja þeir í röð og eru þeir enn klæddir í hjálma sína og skotheld vesti. Engin vopn eru þó sýnileg. Myndbandið vakti strax töluverða athygli og sömuleiðis spurningar um það hvort mennirnir hefðu verið teknir af lífi. Mörgum þótti það ólíklegt þar sem þeir voru enn klæddir í vesti og hjálma, enda hefði það verið tekið af þeim ef þeir hefðu verið búnir að gefast upp. Annað myndband sýnir aðdragandann Þá var nýtt myndband birt á dögunum sem varpaði frekara ljósi á blóðbaðið. Það myndband er tekið af úkraínskum hermanni og sýnir nokkra hermenn miða vopnum sínum að skemmu. Einn hermaður nálgast skemmuna og bakkar svo frá henni aftur. Honum fylgir rússneskur hermaður með hendur á lofti og leggst hann niður. Myndbandið sýnir svo fleiri hermenn gefast upp og leggjast við hlið hinna. Allt fer svo í bál og brand þegar ellefti rússneski hermaðurinn stekkur út með byssu á lofti og hefur skothríð á úkraínsku hermennina, sem virðast minna viðbúnir en í upphafi. Þar endar myndbandið. Þessi tvö myndbönd sýna sum sé aðdraganda og eftirmál blóðbaðs sem virðist hafa leitt til þess að minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana úr miklu návígi. Rússar segja seinna myndbandið sýna stríðsglæpi Úkraínumanna. Úkraínumenn segja hins vegar að myndbandið sýni rússneska hermenn fremja stríðsglæp. Óljóst hver fremur glæpinn Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðinga um stríðsglæpi. Einn þeirra segir að þegar hermennirnir séu búnir að leggja niður vopn teljist þeir stríðsfangar. Því sé líklega um stríðsglæp að ræða samkvæmt Rómarsamþykktinni um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Annar segir erfitt að segja til um það hvort stríðsglæpur hafi raunverulega verið framinn því myndbandið sýni ekki hvenær rússnesku hermennirnir voru skotnir. Hvort þeir hafi verið skotnir á sama tíma og rússneski hermaðurinn sem byrjaði skothríðina var skotinn eða hvort þeir hafi verið drepnir seinna meir, sem einhverskonar hefnd. Hann segir að ef það hafi ekki verið búið að leita á hermönnunum enn hafi úkraínsku hermennirnir ekki vitað hvort þeir væru vopnaðir eða ekki. Jafnvel þó rússnesku hermennirnir lægju í jörðinni. Þá segir hann að rússneski hermaðurinn sem skaut á þá úkraínsku hafi mögulega framið stríðsglæp. Genfarsáttmálinn meini hermönnum að þykjast gefast upp til að reyna að drepa óvini. „Það má vel vera svo að ef þessi maður hefði ekki skotið, þá hefðu þeir allir verið handsamaðir og væru allir á lífi í dag,“ hefur NYT eftir Iva Vukusic, sérfræðingi um stríðsglæpi. Rússar sakaðir um umfangsmikla stríðsglæpi Bæði Úkraínumenn og Rússar hafa verið sakaðir um stríðsglæpi í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu en ásakanirnar gegn Rússum eru mun umfangsmeiri en ásakanirnar gegn Úkraínumönnum. Rússar hafa meðal annars verið sakaðir um markvissar pyntingar og morð á óbreyttum borgurum víða um Úkraínu. Sjá einnig: Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Sameinuðu þjóðirnar, sem hafa sagt nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna hafa átt sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, eru með blóðbaðið til rannsóknar. Úkraínumenn segjast einnig ætla að rannsaka atvikið og segjast ekki andvígir alþjóðlegri rannsókn.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira