Þau sem taka til máls:
- Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari verkefnisins
- Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
- Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
- Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
- Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og forsprakki Römpum upp Ísland
- Sigríður Theódóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra Brandenburg, stýrir viðburðinum auk þess sem skólahljómsveit Breiðholts og Árbæjarskóla spilar tónlist fyrir gesti og gangandi.
Um verkefnið:
Römpum upp Ísland er verkefni sem miðaði að því að setja upp 1.000 rampa á næstu 4 árum. Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu. Með römpunum er öllum gert kleift að sækja veitingastaði og verslanir þátttakenda á landinu öllu. Unnið verður í góðu samstarfi við eigendur viðkomandi bygginga og skipulagsyfirvalda. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins.