Kínverjar minnka losun en toppnum enn ekki náð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 12:13 Kolafarmurinn. Prammar drekkhlaðnir kolum á stóra skipaskurðinum við Yangzhou í Kína. Vísir/EPA Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar. Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Samdráttur á milli ára nú virðist ætla að vera tímabundinn en hann má rekja til harðrar stefnu stjórnvalda til þess að hemja kórónveirufaraldurinn. Íbúar í Sjanghæ hafa meðal annars búið við strangar samkomutakmarkanir í meira en tvo mánuði á þessu ári. Áætlað hefur verið að losunin dragist saman um 0,9 prósent á milli ára. Kína hefur náð eftirtektarverðum árangri í uppbyggingu endurnýjanlegra orkugjafa og rafbíla en síðri hvað varðar kolaorkuver og járn- og stálverksmiðjur samkvæmt skýrslu Orku- og loftgæðarannsóknarmiðstöðvarinnar (CREA) í Helsinki. Hún byggir á gögnum um losun og viðtölum við á þriðja tug kínverska orkusérfræðinga, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Árangur Kínverja í loftslagsmálum skiptir heimsbyggðina sköpum. Þeir eru stærstu losendur heims um þessar mundir og standa fyrir um þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda. Eftirspurn eftir orku, fyrst og fremst vegna vaxtar í þungaiðnaði, er sögð aukast of mikið til þess að Kínverjar geti náð loftslagsmarkmiðum sínum. Kínversk stjórnvöld stefna að því að losun þar nái hámarki árið 2030 og er búist við því að þau nái því auðveldlega. Losunin gæti hins vegar aukist verulega þangað til. Þannig er enn verið að reisa fjölda kolaorkuvera og aðra orkufreka innviði til þess að renna traustari stoðum undir orkuöryggi og efnahagslegan stöðugleika. Eftir því sem losunartoppurinn hækkar verður erfiðara fyrir Kínverja að ná öðru markmiði sínu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. CREA segir það lykilatriði að Kínverjar nái ekki aðeins markmiðum sínum heldur geri töluvert betur ef ætlunin er að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga.
Kína Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira