Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2022 23:01 Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. „Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Það er hægt að segja það. Þetta er leikur sem ég og fleiri erum búnir að bíða eftir; að mæta Flensburg hérna heima er algjör draumur,“ sagði Arnór í samtali við Vísi í dag. Valur hefur unnið báða leiki sína sína í Evrópudeildinni. Arnór var hreinlega ekki viss hvort það væri minni pressa á Valsmönnum vegna þess. „Ég held ekki. Kannski. Við erum búnir að spila tvo góða leiki gegn Ferencváros og Benedorm og ætlum að halda áfram að spila okkar leik,“ sagði Arnór. Hann markmið Valsmanna að fara upp úr riðlinum. Fjögur af sex liðum í honum komast áfram í útsláttarkeppnina. „Fyrir keppnina var markmiðið alltaf að fara upp úr riðlinum. Við ætlum ekki bara að vera áhorfendur sem fengu að fljóta með. Stefnan er að fara í sextán liða úrslit,“ sagði Arnór. Klippa: Viðtal við Arnór Snæ Frá leiknum gegn Benedorm hefur Valur spilað þrjá leiki í Olís-deildinni og unnið þá alla. Arnór segir að það hafi gengið vel að halda einbeitingu, þrátt fyrir að leikurinn stóri gegn Flensburg hafi alltaf verið handan við hornið. „Við settum okkur bara markmið að vinna næstu þrjá deildarleiki. Það tók hugann aðeins af leiknum gegn Flensburg þótt hann hafi auðvitað verið aftast í huganum. En við tækluðum það drulluvel að pæla ekki í honum en maður er búinn að pæla mikið í honum frá því að Stjörnuleikurinn á föstudaginn kláraðist,“ sagði Arnór. Undanfarin tvö tímabil hefur Arnór verið einn besti leikmaður Olís-deildarinnar. Hann stefnir hátt og vonast til að góð spilamennska í Evrópudeildinni hjálpi á framabrautinni. „Já, þessi Evrópudeild er gluggi fyrir mig og aðra leikmenn til að sýna sig og sanna til að geta komist í sterkara lið. Ég lít klárlega á þessa keppni til að geta sannað sig fyrir liðum úti í heimi. En núna pæli ég bara í Val og ætla að klára allt með þeim,“ sagði Arnór að endingu. Viðtalið við Arnór má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira