Ökumaður í vímu velti bílnum, ók á ljósastaur og á húsvegg Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 06:16 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um tvö umferðarslys í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt þar sem ökumenn sem óku undir áhrifum áfengis eða fíkniefna komu við sögu. Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi. Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Í dagbók lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um umferðarslys í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan eitt í nótt þar sem bíl hafði verið ekið á steypuklump sem hafi verið notaður til að þrengja akbrautina vegna viðgerða. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti atvikið sér stað við Bergþórugötu. Fram kemur í tilkynningunni frá lögreglu að við áreksturinn hafi bíllinn oltið á hliðina, ekið á ljósastaur og endað við húsvegg þar sem rúða brotnaði í íbúð. Maður var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Að lokinni sýnatöku fór maðurinn að kvarta um verki í líkama sínum og var hann þá fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans. Ók á fjóra kyrrstæða bíla Fyrr um kvöldið, um klukkan 19:30, var tilkynnt um óhapp á bílstæði í hverfi 104 þar sem ökumaður bíls ók á fjóra kyrrstæða bíla og ók síðan á brott. Ökumaðurinn var hins vegar handtekinn skömmu síðar þegar hann var kominn að heimili sínu. Hann er grunaður um ölvun við akstur, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og fleira. Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu. Um klukkan tvö í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í tóbaksverslun í miðborg Reykjavíkur þar sem búið var að brjóta glugga og fara inn. „Maður handtekinn á vettvangi en lögreglumenn sáu hann koma út úr versluninni með ætlað þýfi í poka. Maðurinn var færður á lögreglustöð og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.“ Dýru golfsetti stolið Sömuleiðis var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði um klukkan 22 í gærkvöldi þar sem búið var að stela dýru golfsetti úr bílskúr við fjölbýlishús. Um 23:30 var svo tilkynnt um annað innbrot í Hafnarfirði þar sem þrír menn voru að brjótast inn í gáma. Þegar lögregla kom á svæðið náðu tveir mannanna að hlaupa á brott. Einn var þó handtekinn og var að lokinni skýrslutöku fluttur til aðhlynningar á bráðadeild Landspítalans vegna sýkingar í hendi.
Lögreglumál Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent