Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Prósents og sagt er frá í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir að 33 prósent svarenda telja Ísland veita of mörgum flóttamönnum hæli.
Í síðustu könnun, sem framkvæmd var fyrir tæpu hálfu ári, segir að hlutfallið hafi verið rúm 22 prósent. Hlutfall þeirra sem álíta að Ísland veiti of fáum hæli fer hins vegar úr rúmum 40 prósentum í 31 prósent.
Hlutfall þeirra sem telja Ísland veita hæfilega mörgum hæli stendur nokkurn veginn í stað milli kannanna – fer úr 37 prósentum í júní í 36 prósent nú.
Þegar litið er stuðnings við stjórnmálaflokka sést að 77 prósent kjósenda Miðflokksins telja Ísland veita of mörgum flóttamönnum hæli og 58 prósent kjósenda Flokks fólksins.
Ekki er mikill munur á afstöðu kynjanna en fram kemur að afstaða kvenna hafi harðnað meira en karla. Þá segir að afstaðan hafi harðnað mest í aldurshópnum 45 til 54 ára.
Úrtak netkönnunarinnar var 2.600 manns og var svarhlutfallið rúmlega 51 prósent.