Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 10:44 Myndskeiðið er talið tengjast árásinni á Bankastræti Club s.l. fimmtudagskvöld Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41