Færeyingar endurnýja umdeildan fiskveiðisamning við Rússa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. nóvember 2022 22:08 Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í sjávarútvegi í landinu. Vísir/Vilhelm Færeyingar hafa endurnýjað umdeildan fiskveiðisamning við Rússland. Almenn pólitísk samstaða er um málið og verður samningurinn endurnýjaður til eins árs. „Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu. Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
„Þetta er vafalaust besti kosturinn fyrir Færeyjar og ég er ánægður með það, að allir á þingi, fyrir utan einn flokk, sjái kostinn með samstarfinu. Þetta er er hið rétta í stöðunni,“ segir sjávarútvegsráðherra Færeyja, Árni Skaale, við Danska ríkissjónvarpið. Nú virðist það aðeins vera Sjálvstýri, flokkur sem hefur einn þingmann inni á þingi, sem ekki styður samninginn við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir að samningsviðræður um endurnýjun samningsins hefjist sem allra fyrst, jafnvel á morgun. Fiskveiðisamningurinn hefur verið í gildi í einhverri mynd frá árinu 1977 og er endurnýjaður á ári hverju. Með samningnum fá Færeyjar þorskkvóta innan lögsögu Rússa í Barentshafi. Rússar fá aftur á móti að veiða kolmuna í færeyskri lögsögu og fá þar að auki að umskipa í færeyskum höfnum. Samningurinn hefur sætt gagnrýni, bæði innan færeysku ríkistjórnarinnar og þeirri dönsku, eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Jenis av Rava, sem rekinn var úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra á dögunum, sagði nýlega að Færeyjar ættu að slíta öllu samstarfi við Rússa. Sjávarútvegsráðherra segir samninginn líklega þann mikilvægasta í færeyskum sjávarútvegi. Hann hafi verið lengi í gildi, bæði á friðartímum og þegar stríð geisar. Hann ítrekar að viðskiptaþvinganir á hendur Rússa gildi ekki um matvælaframleiðslu.
Færeyjar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08 Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Boða til kosninga í Færeyjum eftir útgöngu Miðflokksins Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur boðað til þingkosninga þann 8. desember næstkomandi. Miðflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórnarsamstarfi í gær eftir að Jenis av Rana var vikið úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. 9. nóvember 2022 16:08
Lætur utanríkisráðherrann Jenis av Rana gossa Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, hefur ákveðið að nýta heimild í lögum til að reka Jenis av Rana úr embætti utanríkis- og menntamálaráðherra. Bárður segir að umburðarlyndi sitt í garð ráðherrans sé á þrotum. 8. nóvember 2022 11:49